Sumir þola ekki sesamfræ og er þá gott að skipta þeim út fyrir t.d. graskersfræ eða sólblómafræ. Bæði sesam- og birkifræ eru alveg einstaklega kalkrík og því frábært að bæta þeim út í brauð, grauta og boozt við hvert tækifæri, sérstaklega fyrir þau börn sem eru með mjólkurofnæmi eða óþol.
Spaghetti Bolognese
Undirbúningur 10 mín. Eldunartími 30 mín og getur verið allt að 3 tímar.
Fyrir 4
350 g spaghetti
400 g nautahakk
2 laukar
1
Ein allra besta BBQ-sósa sem ég hef smakkað, það er líka hægt að nota þennan rétt í pinnamat þá er bara að minnka bitana aðeins og skera spjótin í tvennt áður enn þrætt er uppá.
lltaf gaman að eiga svona kryddsultur "chutney" inná kæli þegar maður vantar eitthvað sætt og kryddað með matnum.
Boozt drykkir eru sér íslenskt fyrirbæri sem náð hafa miklum vinsældum enda bragðgóðir, ferskir og næringarríkir. Megin uppistaðan í flestum drykkjunum er skyr og ávextir en í raun er nokkuð frjálst hvað sett er í drykkina. Helstu næringarefnin sem boozt drykkirnir innihalda eru prótein, B2-vítamín (ríbóflavín), kalk og fosfór sem skyrið er mjög ríkt af en einnig kalíum sem kemur úr ávöxtunum sér í lagi bönunum, kíví og melónum. Einn venjulegur boozt drykkur getur innihaldið um einn skammt af mjólkurvörum og einn til tvo skammta af ávöxtum og berjum, slíkur drykkur er því tilvalin leið til að mæta ráðlegginum um mjólkurvörum og ávöxtum. Boozt drykkir eru því góðir á milli mála og sem hluti af t.d. hádegisverði fyrir alla aldurshópa.
Einfalt ,hollt og gott pastasalat þar sem hægt er að skipta út hinu og þessu í stað annars hráefnis sem ísskápurinn hefur að geyma í hvert skipti, ólívur í stað sólþurrkuðu tómatana, einhvern annan ost, annan ávöxt svo eitthvað sé nefnt.
Þetta salat er einnig tilvalið sem meðlæti með kjöti eða fisk, eða sem stakkt salat á hlaðborð.
Þessi matarmikla súpa lítur út fyrir að vera flókin einsog mikið af asíukrydduðum mat, þar sem innihaldslistinn virkar svo langur, enn í raun er þetta afar einfalt og það er ekkert heilagt að allt það krydd sem er talið upp í uppskriftinni sé með svo framarlega sem undirstaðan sé til staðar.