Ég elska að skipuleggja daginn þannig að ég þurfi að elda sem minnst og geti því nýtt afganga aftur og aftur. Ég bjó því til dásamlegan pottrétt sem entist mér og fjölskyldunni í 5 máltíðir (sem aðalréttur). Tíminn sem ég eyddi þessa 3 daga í eldhúsinu var því afar stuttur.
Mér finnst mjög gaman að nýta hráefnið vel sem ég á inní ísskáp og ég henti því sem mér fannst passa saman í pott og það kom svona dásamlega út, en það var eftirfarandi:
Í dag ætlaði ég að deila með þér hvernig maður heldur sér hollum og á “réttu brautinni” yfir hátíðir eins og páska eða á ferðalögum. Ég fór nefnilega í páskaferð til Berlínar og Prag og fannst því tilvalið að deila með ykkur hvernig það gekk.
En greinin verður aðeins öðruvísi en ég áætlaði því mín plön um að halda mataræðinu mínu fóru fljótt útum gluggann eftir margra klst keyrslu og göngu. Þegar ég var orðin svo svöng að ég hefði getað borðað hvað sem er svo að það myndi ekki líða yfir mig. Við könnumst líklega öll við þessa tilfinningu.
Hefur þú einhverntíman stigið á vigtina og orðið svekkt á sjálfri þér?
Ef svo er er þetta bréf fyrir þig í dag...
Þetta er nokkuð sem ég trúi að geti breytt hugmyndum þínum um vigtina og hvort þú þurfir nokkuð á henni að halda.
Ert þú að klikka á því albesta fyrir orku og þyngdartap?
Með páskahátíðina framundan datt mér í hug að deila með þér eitt af mínum albestu ráðum að viðhalda orku og þyngdartapi á sama tíma og súkkulaðieggin taka yfir.
Felst það í því að leyna inn meira af náttúrulegri súperfæðu.
Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhaga salat er ein helsta súperfæðan sem hjálpar til við að hreinsa líkamann, draga úr löngun í sykur, veita orku og draga fram þennan náttúrulega ljóma! Það er svo auðvelt að auka inntöku á grænu salati með því að skella því í blandarann og drekka.
Líður þér eins og sama hvað þú gerir nærðu engan vegin að léttast?
Við sem konur eigum því miður auðveldara með að geyma fitu en karlar vegna hormónsins Oestrogen og áhrif þess á líkamann, minnkar það getu okkar að brenna eftir máltíð, sem leiðir af sér að meiri fita sest að á líkamanum.
Kannastu við að vera búin að vera á hlaupum allan daginn og áður en þú veist eru garnirnar byrjaðar að gaula og þú ekki búin að undirbúa neitt til að borða?
Þetta kemur fyrir alla.
En þetta er einmitt tíminn sem maður er í mestri hættu á að grípa sér eitthvað fljótlegt og óhollt.
Það sem ég hef fundið hjálpa mér gríðarlega við að halda mataræðinu góðu er að vera búin að gera smá undirbúning fyrir vikuna.
Yfir síðustu daga hef ég talað við konur sem eru skráðar í Nýtt líf og Ný þú þjálfun (sem hefst eftir viku).
Tala þessar konur um að finna sig algjörlega strand og fastar í víta hring þreytu og aukakílóa og vita ekki hvernig þær eiga að koma sér úr því… Þær ætla að byrja á morgun… En byrja svo ekki og eru ekki vissar hvað þær eiga að gera fyrir sig..
Er það eitthvað sem þú kannast við?
Hefur þú byrjað og hætt í átaki oftar en þú getur talið?
Ég veit að ég hef það, og ég kannast við þennan vítahring að ætla sér að sigra heiminn… á mánudaginn.
Á mánudaginn verður sko tekið á málunum, ekkert rugl.
Ég vildi láta þig vita að “Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða þjálfun” sem hefst núna í mars 2016 er nú opin fyrir skráningu!
Þar sem þjálfun opnar aðeins dyr einu sinni til tvisvar yfir árið vildi ég að þú fengir tækifæri að vera með . Farðu hér til þess að horfa á síðasta myndbandið með skráningu í myndbandsþjálfun og fá þannig svörin við þínum spurningum um þjálfun.
Að þekkja á milli eftirfarandi einkenna gæti bjargað lífi þínu.
Fyrir rúmum 6 árum síðan kláraði ég Tromp poka á 20 mín og grét fyrir utan KFC í Skeifunni!
Þetta var daginn fyrir brúðkaupið mitt og ég var búin að vera svo ótrúlega “dugleg” í að pína líkama minn í löngum spinning tímum og takmarka mér fæðuvalið að stressið og spennan læddist upp að mér - og ég gjörsamlega sprakk!
Eftir stóra daginn, einn fallegasta dag í lífi mínu fékk ég nóg af því að fara í “átak”.
Sellerí er mjög basískt grænmeti sem vinnur gegn blóðsýringu og það hreinsar blóðrásina, það aðstoðar meltinguna, kemur í veg fyrir mígreni, slakar á taugum, lækkar blóðþrýsting og gerir húðina fallegri.
Margir hafa sett af stað heilsuvæna hefð á nýja árinu með því að sleppa eða neyta minna af sykri núna aðra vikuna í ókeypis sykurlausri áskorun. Nú er önnur vikan hafin og er hægt að vera með og fá innkaupalista og uppskriftir frá heimasíðunni
Í mars hefst okkar 4 mánaða Nýtt líf og Ný þú þjálfun og í því tilefni hefst ókeypis myndbandsþjálfun, 18.feb þar sem ég gef 4 kennslumyndbönd og leiðarvísi sem kenna þér fyrstu skrefin að því að skapa lífsstíl sem gefur orku, þyngdartap og sá sem þú heldur þér við.
Fyrsti dagurinn í “Sykurlaus í 14 daga” áskorun hófst á mánudaginn með tæpum 20.000 djörfum einstaklingum sem eru skráðir til leiks. Enda hefur sykurát okkar Íslendinga verið til mikillar umfjöllunar og skammtíma og langtíma ávinningar miklir að því að sleppa sykri.
Að sleppa sykri hefur sjaldan verið eins einfald eða hvað þá bragðgott með sykurlaus í 14 daga áskorun. Ef þú ert ekki skráð/ur nú þegar vertu viss um að skrá þig ókeypis hér og fá fyrstu uppskriftirnar og innkaupalistann sendan um hæl.
Í dag langar mig að deila með þér nokkrum hugmyndum sem ég nýti mér á hverjum degi sem hjálpa mér að halda orkunni og vellíðan í hámarki.
Ef þú upplifir stundum eins og þig vanti hugmyndir eða að þér detti ekkert í hug nema að grípa þér brauðsneið með smjöri og osti, þá ættir þú að lesa áfram.
Fimmtudaginn 4 febrúar fara fyrstu uppskriftir og innkaupalisti út til yfir 17.000 þátttakenda sem eru skráð í “Sykurlaus í 14 daga” áskorun sem hefst svo næsta mánudag. Ég hef alltaf jafn gaman af því að setja saman nýjar sykurlausar uppskriftir sem slá á sykurþörfina, bragðast dásamlega og taka lítinn tíma í undirbúning. Hérna sérðu mynd frá sykurlausu myndatöku um helgina.
Hefur þú velt fyrir þér hvort þú ættir að hætta í hvíta sykrinum?
Við settum upp skemmtilega mynd í tilefni að “sykurlaus í 14 daga” áskorun til að hjálpa þér að svara þeirri spurningu og sýna þér á 5 sekúndum hvort þú þurfir að sleppa sykri.
Þegar við tölum um að sleppa sykri erum við raunverulega að tala um að sleppa frúktósa að mestu. Frúktósi hefur verið tengdur við ýmis neikvæð einkenni
Þar með talið mörg áþreifanleg einkenni sem sjá má hér að neðan:
5 sekúnda prófið sem segir þér hvort þú þurfir að sleppa sykri
Sykurneysla íslendinga hefur farið gríðarlega vaxandi síðustu ár og er í dag einn helsta orsök sykursýki 2, þunglyndis, síþreytu, ófrjósemi, hjartasjúkdóma og ofþyngdar.
Sykur er aðgengilegasta “fíkniefnið” þarna úti og tekur allt að 14 dögum að fara úr líkamanum samkvæmt Sara Givens næringarsérfræðingi og metsöluhöfundi.
Gleðilegt Nýtt ár
Takk fyrir það sem er liðið og vona ég innilega að árið í vændum verði enn heilsusamlegra og gæskuríkara.
Ég er ofboðslega þakklát fyrir að fá að skrifa til þín vikulega og hjálpa þér á einhvern hátt að taka skref að léttari líkama, meiri orku og vellíðan með lífsstílsbreytingu.
Þú skapar þinn raunveruleika og lífið sem þú lifir í dag er eitthvað sem þú hefur valið sjálf/ur með ákvörðunum, gjörðum og hugsunum þínum. Þetta var mjög stórt “aha” augnablik í mínu lífi þegar ég áttaði mig á því að ég ein hafði stjórnina og ef ég er ósátt við það hvar ég er stödd, þá væri það aðeins í mínu valdi að breyta því.
Mér finnst áramótin alltaf tákna ákveðin tímamót. Þegar ég var lítil þá skrifaði ég og mamma alltaf niður á miða eitthvað sem við vildum kveðja, brutum það saman utanum stein, fórum útá brennu um kvöldið og köstuðum því í eldinn.
Þetta var mjög táknrænt og hefur mótað mína sýn á áramótin á þann veg að ég hugsa alltaf yfir farinn veg og athuga hvort að það séu siðir, venjur eða annað sem ég ætti að kveðja.
Það líkist ekkert á við góðan drykk sem bæði lyktar og bragðast eins og jólin og þú veist að þú getur drukkið með góðri samvisku.
Hér kemur piparkökubústinn sem styður við þyngdartap, orku og kemur jafnvægi á kræsingar og konfekt áti sem tilheyrir svo oft hátíðunum.
Kannastu við að þurfa stundum bara eitthvað strax að borða? Þú finnur allt í einu að maginn er farinn að kvarta og þú ert ekki búin að hugsa út í hvað þú ætlar að borða!
Ohh hvað get ég fengið mér núna…
Ég kannast svo við þetta, þess vegna langaði mig að deila með þér fljótlegum hádegismat sem ég gríp stundum í þegar þetta gerist.
Hann er líka ódýr, einfaldur og fljótlegur! Akkurat það sem ég elska :)
Í ár ákvað ég að gera sjálf aðventukransinn og skreytti heimilið rauðum kertum, greinum og könglum. Að mínu mati er fátt huggulegra en kertaljós og jólasöngvar á dimmu vetrarkvöldi.
Kappmál okkar ætti að vera að taka eftir því litla og töfralega sem gerist á hverjum degi þennan mánuð, því streitan bætir engu við líf okkar og þá sérstaklega ekki heilsuna.
Leyndardómurinn er fólgin í því að gefa fyrst til þín, þótt það sé ekki nema 10 mín á dag.