Fréttir
Eru teygjur bara tímasóun?
Þeir sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hreyfa sig, styrkja vöðvana, auka þol og almenna hreysti. Minna vill oft fara fyrir því að teygja vöðvana í lok æfinga.
9 góð ráð fyrir hjartað sem gera lífið betra
Hjartað er án efa eitt mikilvægasta líffærið sem mannskepnan hefur að geyma og því er mikilvægt að huga að því hvað við getum gert á einfaldan hátt til að hlúa að því svo því líði sem best og endist sem lengst.
Forðastu tognanir á aftanverðu læri (hamstring)
Ég þjálfa mikið af íþróttamönnum og það er ansi algengt að ég fái unga íþróttamenn til mín sem hafa tognað á aftanverðu læri. Ekki bara einu sinni, heldur oft. Staðreyndin er því miður sú, að allt of margir íþróttamenn hafa virkilega auma aftanlærisvöðva og lítinn liðleika/hreyfanleika til þess að vinna með öllum þeim kraftmiklu hreyfingum sem fylgja íþróttinni.
Nýtt líf og Ný þú myndbandsþjálfunin er hér!
Fyrir rúmum 6 árum síðan kláraði ég Tromp poka á 20 mín og grét fyrir utan KFC í Skeifunni!
Þetta var daginn fyrir brúðkaupið mitt og ég var búin að vera svo ótrúlega “dugleg” í að pína líkama minn í löngum spinning tímum og takmarka mér fæðuvalið að stressið og spennan læddist upp að mér - og ég gjörsamlega sprakk!
Eftir stóra daginn, einn fallegasta dag í lífi mínu fékk ég nóg af því að fara í “átak”.
Rakstur að neðan
Á kynþroskaaldrinum breytist vöxturinn, brjóstin stækka og hárvöxtur eykst hjá stelpum. Hárvöxturinn verður aðallega undir höndunum og á kynfærum en getur einnig verið á öðrum stöðum s.s. á fótleggjum, efri vör og kjálkum, á baki, innan á lærum og upp á lífbein. Þessi hár eru mjög mismunandi milli kvenna allt frá því að vera ljós og fín upp í að vera gróf og mjög dökk. Það er því mismunandi hve áberandi þau eru.
Brúnkukrem
Flest brúnkukrem innihalda efnið dihydroxyacetone (DHA), en einnig eru til efni sem innihalda svokölluð „bronzers“ sem eru vatnsleysanleg litarefni. Þau síðarnefndu hafa mjög tímabundna virkni og það er hægt að þvo þau í burtu með vatni og sápu.
Hvernig á að þrífa typpi?
Þetta er sá líkamshluti sem er flestum karlmönnum hvað mikilvægastur svo það er áríðandi að halda honum hreinum og heilbrigðum svo hann geti þjónað sínum tilgangi sem best. Með því að annast þennan líkamshluta vel gagnast það ekki eingöngu sjálfum þér vel heldur bólfélaganum líka.
Stóru fréttirnar sem ég get ekki beðið eftir að segja þér frá…
Ég er svo spennt!
Síðasta mánuðinn höfum við hjá Lifðu Til Fulls teyminu aldeilis verið að undirbúa spennandi hluti fyrir haustið.
Myndin hér er frá okkar 15 tíma tökudegi fyrir nokkrum vikum og enduðum við með að snæða af stökkum Gló hrápizzum ásamt hráköku.
Verið GRÆN: Umhverfisvænar og margnota flöskur rokka
Það er svo mikilvægt að hugsa um umhverfið og jörðina okkar fallegu. Við fundum umhverfisvænar margnota flöskur um daginn í Epal.
Hvernig áttu að velja nýtt rúm?
Góður nætursvefn er nauðsynlegur fyrir fólk á öllum aldri. Án hans verður fólk pirrað, þreytt og á erfitt með einbeitingu. Gott rúm til að sofa á er ein af forsendum þess að við sofum vel.
T Í Ð A H R I N G U R I N N: Átta lítt þekktar staðreyndir um blæðingar kvenna
Hversu lengi má hafa tíðatappa uppi í leggöngunum? Af hverju verða svona margar konur máttlausar í ræktinni meðan á tíðum stendur? Hvernig er best að takast á við tíðaverki? Er eitthvað hægt að gera til að vinna á móti þöndum maga meðan á blæðingum stendur og síðast en ekki síst; hvað eru eðlilegar blæðingar og hvenær er efni til að hafa áhyggjur?
Ertu alveg viss um að þú ættir að fara í megrunarkúr?
Ertu að hugsa um að byrja á nýjum megrunarkúr? Hugsaðu aftur…
Því 77% þeirra sem hefja megrunarkúr þyngjast aftur eftir fyrstu vikuna og 33-66% sem fara í megrunarkúr enda með því að þyngjast um meira en áður en þau byrjuðu megrunarkúrinn.
Sannleikurinn er að þyngdartap hefur ekkert að gera með viljastyrk.
Viltu hámarka fitubrennsluáhrif líkamans?
Eins og flestir vita, þá er mataræðið lang stærsti þátturinn þegar kemur að því að brenna fitu. Ef mataræðið er ekki stöðugt og gott, þá er ekkert æfingakerfi að fara að skila þér tilætluðum árangri. Svo einfalt er það.
Rannsókn – Siðblindir ónæmir fyrir smitandi geispum
Svo þú heldur að þú eigir í höggi við siðblindan einstakling, hafir jafnvel orðið ástfangin/n af einum slíkum? Í raun eru fjölmörg tákn á lofti þegar siðblindingjar eiga í hlut; þar á meðal tilhneiging til að ljúga, heillandi en siðlaus framkoma og útblásið sjálf.
Ökklatognun - grein frá netsjúkraþjálfun
Við ökklatognun að þá eru það liðböndin í kringum ökklaliðinn sem verða fyrir skaða.
Næring og hugarfar daginn fyrir hlaup – Reykjavíkurmaraþon
Í aðdraganda hlaups þurfa hlauparar að halda góðu jafnvægi í vökvaneyslu, kolvetna-, prótein- og fituneyslu og miða það við þörf á hverjum tíma í takt við æfingaálag.
Fossvogshlaup 2015
Fossvogshlaup Víkings var kosið fjórða vinsælasta götuhlaupið í kosningu hlaup.is árið 2014. Hlaupið verður haldið fimmtudaginn 27. ágúst kl 19:00 og verður ræst í Víkinni, Traðarlandi 1 í Fossvogi. Allir hlauparar sem náð hafa 12 ára aldri eru velkomnir, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Í fyrra seldist upp í hlaupið en nú hafa framkvæmdaaðilar tryggt að aukinn fjöldi hlaupanúmera sé í boði svo allir sem vilja ættu að komast að.
Frítt mánaðarkort fyrir sextán ára hjá World Class til áramóta
Ókeypis mánaðarkort í World Class stendur nú öllum þeim til boða sem fæddir eru árið 1999, en tilboðið gildir til áramóta. Innifalið er stakur tími hjá þjálfara og frír aðgangur að Laugardalslaug, Lágafellslaug, Seltjarnarneslaug ásamt aðgangi að öllum opnum hópatímum í stöðvum World Class.
Ertu búinn að ákveða vegalengdina fyrir Reykjavíkurmaraþon ?
Skráning fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram í 32. sinn þann 22. ágúst næstkomandi er í fullum gangi. Þó svo að viðburðurinn heiti Reykjavíkur-maraþon þá eru aðeins tvær vegalendir sem tengjast maraþoni á nokkurn hátt.
11 sannreynd ráð til að auka brennslu - Stelpa.is
Þegar kemur að því að skafa smjörið af sér eru ákveðin grunngildi sem virka og vinna annaðhvort með okkur eða á móti okkur.
16 HLUTIR SEM OFURNÆMIR GERA ÖÐRUVÍSI EN AÐRIR
Eins og fram kom í grein minni um ofurnæmt fólk þá eru þannig einstaklingar algengari en við höldum og er talið að 15 – 20% af mannkyninu séu ofurnæmir einstaklingar eða ,,a higly sensitive person”. Því er áhugavert að skoða hvað þessir einstaklingar gera öðruvísi en hinir sem ekki eru svona ofurnæmir.