Heilbrigð sjálfsmynd byggist á því að þekkja sjálfa(n) sig og meta sig á raunsæjan og eðlilegan hátt. Að geta verið sátt(ur) við sjálfa(n) sig og finnast maður mikils virði, skilyrðislaust. Það þýðir að við þurfum að þekkja styrkleika okkar og veikleika en á sama tíma vera sátt við okkur sjálf, óháð kostum og göllum.
Fjögurra vikna sumarfríi er lokið. Liðnar vikur hafa snúist um samveru með fjölskyldu og vinum, afslöppun og ævintýri.
Eru vefjagigtarsjúklingar þunglyndis- og kvíðasjúklingar?
Stundum er erfitt að greina á milli þunlyndis og depurðar. Oft og mörgu sinnum lendir fólk í að halda að þunglyndið sé depurð og þar af leiðandi fær það ekki þá hjálp sem það nauðsynlega þarf á að halda.
Fjölmargir Íslendingar glíma við kulnun og viðvarandi streitu sökum álags í starfi, en vandinn er hulinn sjónum flestra. Þannig upplifa heilbrigðisstarfsmenn oft algert þrot í starfi en fagfólk í fjármálageiranum er ekki undir síðra álagi. Hér fer saga Guðrúnar* sem íhugaði sjálfsmorð sökum álags, en fékk hjálp í tæka tíð.
Hliðrunarpersónuleikaröskun (avoidant personality disorder) er ein af 10 persónuleikaröskunum sem eru skilgreindar í dag.
Að gangast við tilfinningum sínum. Ég hef alltaf verið mikil tilfinningavera. Einnig næmur á fólk og aðstæður.
Geðröskun hrjáir næstum einn af hverjum fimm einstaklingum og samt vantar enn þann dag í dag ansi mikið upp á að talað sé um hvaða áhrif þetta hefur á maka þeirra sem eru með einhverskonar geðröskun.
Öll skynfæri ofurnæmra eru næmari en ákjósanlegt og sér í lagi þegar viðkomandi þarf að umgangast annað fólk. Tilfinningarnar geta verið svo sterkar að stundum geta þær borið fólk ofurliði.
Tilfinningarnar „ótti og kvíði“. Tvíburar samkvæmt minni reynslu. Við upplifum öll þessar tilfinningar og flest læra að stjórna þeim. Ég var ekki einn af þeim. Ég var og er tilfinningarík manneskja sem fann til. Þráði ást og umhyggju sem barn. Fékk það upp að vissu marki. Kvíði og ótti urðu að ríkjandi tilfinningum eftir mína barnæsku. Hélt að það væri eðlilegt. Langar að deila minni reynslu í stuttu máli. Gjörið svo vel.
Hver segir að það þurfi að hafa mikið fyrir því að vera hamingjusamur? Sá sem heldur því fram hefur rangt fyrir sér.
Fjöldi Íslendinga glímir við geðraskanir og ljóst er að þeim sjúkdómum fylgir oft mikil skerðing á lífsgæðum. Lífslíkur einstaklinga með alvarlegan vanda eru auk þess minni þar sem óheilbrigður lífsstíll getur haft í för með sér ýmsa líkamlega sjúkdóma.
Kvíði er eðlileg tilfinning bæði hjá börnum og fullorðnum. Hann tengist yfirleitt nýrri reynslu og því sem er óþekkt eins og að byrja í skóla, nýrri vinnu eða að eignast barn.
Mannleg tengsl og samskipti eru okkur manneskjunum lífsnauðsynleg. Það má segja að það besta sem við upplifum á lífsleiðinni eigi sér stað í samskiptum við aðra. Bestu stundir okkar eru yfirleitt þegar við eigum í ánægjulegum samskiptum og finnum fyrir tilfinningalegri nánd við aðra manneskju.
Forsendur fyrir því að okkur geti liðið vel er óumdeilanlega góð heilsa, andleg líkamleg og félagsleg.
„Ég get ekki lengur haldið athygli við einföldustu verkefni!“ „Ég man ekki lengur nöfnin á fólki sem ég þekki!“ „Er ég kannski að fá Alzheimer?“ Það er algengt að heyra eitthvað þessu líkt frá fólki sem á við þunglyndi og kvíða að stríða.
Það skiptast á skin og skúrir hjá okkur mannfólkinu og depurð er fylgifiskur lífsins líkt og gleðin.
Er algengt að börn pissi undir ?
Góðar leiðir til að festa svefn eða ná úr sér stressi á stuttum tíma.
Flestir á vinnumarkaði eyða að meðaltali yfir 30% af deginum í vinnunni og því er mikilvægt að leita leiða til að líða sem best í vinnunni.
Þegar litið er í baksýnisspegilinn geta flestir, sem hafa skilið við maka sinn, örugglega bent á eitt eða fleiri atriði sem voru greinileg hættumerki og sýndu að sambandið var komið í ógöngur en þó án þess að parið tæki eftir því.
Ég hef kennt Baujuna í 15 ár í skólum meðal annars. Tilfinningakennslu vantar tilfinnanlega.
Mikið hefur verið rætt og ritað um hvað aðgreinir þá sem tekst að njóta lífsins og takast með jákvæðni á við erfiðleika eins og verkefni sem þarf að leysa frá hinum sem líta á erfiðleika sem ógn sem erfitt er að höndla.
Slímhúðarflakk, öðru nafni slímhúðarvilla, hefur fræðiheitið endometriosis. Það er dregið af endometrium sem er heitið á slímhúðinni sem vex mánaðarlega innan í legi kvenna og þroskast þar til þess að mynda beð fyrir frjóvgað egg.