Við hér á Íslandi búum við þær sérkennilegu aðstæður að vera á röngum tíma stóran hluta ársins.
Maður spyr sig af hverju séu ekki komnir sálfræðingar í hvern grunn- og framhaldsskóla landsins árið 2016.
Flestir hafa einhvern tíma fengið brjóstsviða en hjá sumum er vandamálið viðvarandi og kallast þá vélindabakflæði (gastroesophageal reflux disease, GERD).
Flughræðsla er ein algengasta tegund fælni. Erlendar kannanir sýn að fimmti til tíundi hver fullorðinn er flughræddur og mun fleirum er ekkert vel við þennan ferðamáta þó þeir láti sig hafa það. Konur eru frekar flughræddar en karlar og algengast er þetta ástand á aldrinum frá tvítugu til fertugs.
Kvíðaröskunin félagsfælni er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma.
Sumar mæður eru hræddar við að gagnrýna uppkomin börn sín, segir á AARP síðunni sem er systursíða Lifðu núna í Bandaríkjunum.
Rannsóknir benda til að streita sé að verða eitt algengasta vinnutengda vandamál hins vestræna heims og að afleiðingarnar varði bæði starfsmenn og vinnuveitendur.
Hvernig er svefn vaktafólks öðruvísi?
Þunglyndi flokkast undir andleg veikindi. Það gleymist þó oft að þunglyndi hefur einnig mikil áhrif á líkamann og starfsemi hans og er meðal annars áhættuþáttur fyrir hjartasjúkdóma. Því er mjög brýnt að meðhöndla þunglyndi, sé það til staðar, og eru meðferðir við því oftar en ekki árangursríkar.
Sjónvarpsefni verður að margra mati sífellt ofbeldisfyllra og öfgakenndara, í þeim tilgangi líklega að vekja upp einhverjar tilfinningar hjá áhorfendum sem þurfa sífellt meiri örvun til.
„Það er ekki endilega rétt að sorgin geti komið í bakið á fólki síðar, ef það vinnur ekki úr henni strax eftir að það verður fyrir áfalli“, segir Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur hjá Heilsustöðinni í Reykjavík. Hún segir að það þurfi ekki endilega að vinna úr sorg. „Sorg er eðlilegt tilfinningalegt viðbragð við því sem gerist í lífinu. Menn upplifa sorgina, ná sátt og breytast. Það þarf ekki alltaf að eiga sér stað úrvinnsla“.
Skammdegið fer misvel í okkur landsmenn. Meðan mörg okkar kunna vel við sig í rökkrinu og njóta þess að geta kveikt á kertaljósum og hafa það notalegt eru aðrir sem sakna birtunnar og eiga erfiðara með að aðlagast lækkandi sól. Flestir finna þó fyrir einhverjum breytingum á líðan eftir árstíðum og getur minnkandi birta í skammdeginu haft þau áhrif á fólk að það finni fyrir kraftleysi, mislyndi, erfiðleikum með svefn, aukinni matarlyst og minnkaðri löngun til samskipta við aðra.
Krabbameinsráðgjöf án þess að panta tíma.
Það getur oft og tíðum verið flókið að vera barn og hvað þá skilnaðarbarn. Börn eiga yfirleitt erfitt með að setja það í orð hvernig þeim líður og jafnvel á vanlíðan það til að brjótast út í slæmri eða óæskilegri hegðun.
Mjög erfitt getur verið að slíta ástarsambandi. Hvort sem þú ert sátt(ur) eða ósátt(ur) við slitin er eðlilegt að finna fyrir sorg. Þeir sem vilja slíta sambandi fá oft samviskubit og líður illa ef hinum líður illa. Stundum verður sorgin svo mikil að það er erfitt að afbera hana. Það er misjafnt hvað tekur langan tíma að komast yfir sorg, það fer eftir einstaklingum og aðstæðum en ekkert er óyfirstíganlegt.
Vekjum athygli á að Ljósið býður uppá vönduð styrkjandi námskeið fyrir börn 6-13 ára sem eiga / hafa átt aðstandendur með krabbamein.
Hugtakið „líkamsmynd“ vísar til þess hvernig við upplifum líkama okkar og hvaða viðhorf við höfum til hans. Líkamsmyndin mótast bæði af persónulegum þáttum, svo sem skapgerð og líkamlegri uppbyggingu, og umhverfisþáttum, svo sem ríkjandi fegurðarstöðlum og samskiptum okkar við aðra. Líkamsmyndin hefur mismikil áhrif á sjálfsmynd og líðan fólks.
En hvað er svona hollt við hlátur og góðan húmor?
Afhverju ætli fólk sem virðist hafa og eiga allt verða þunglynt ?
Svefn hefur áhrif á það hvernig okkur líður, samskipti við annað fólk, starfshæfni og lífsgæði almennt. Án svefns og hvíldar lifum við ekki af hvað sem öllum sögum líður um fólk sem þarf ekki nema nokkurra klukkustunda hvíld á sólarhring.
Mannfræðingurinn Dr.Helen Fischer segir það innbyggt í mannfólkið að ná sér í maka og endurtaka það ferli með reglulegu millibili.Hún kallar það „fjögurra ára kláðann.“ Til forna, segir hún, var litið svo á að næði barn fjögurra ára aldri myndi það lifa af og spjara sig.
Flest okkar komast einhvern tíma á þann tímapunkt í lífinu að viðurkenna, að minnsta kosti innst inni, að við verðum að gera eitthvað til að breyta lifnaðarháttum okkar: líkamlega og andlega er óbreytt ástand óásættanlegt og núna er tíminn kominn.