Fréttir
Engin heilsa án geðheilsu
Mikið hefur verið rætt og ritað um hvað aðgreinir þá sem tekst að njóta lífsins og takast með jákvæðni á við erfiðleika eins og verkefni sem þarf að leysa frá hinum sem líta á erfiðleika sem ógn sem erfitt er að höndla.
Sólrún Melkorka Maggadóttir barnalæknir mun halda erindi um exem, ofnæmissjúkdóma og ónæmisgalla 26.janúar n.k
Sólrún Melkorka Maggadóttir, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmissjúkdómum og ónæmisgöllum, mun halda erindi um exem, orsakir og meðferð, þriðjudaginn 26. janúar kl. 17:30 – 18:45
Geðrækt
Starfsemi Embættis landlæknis á sviði geðræktar skiptist í fræðslu, ráðgjöf, margskonar verkefni og rannsóknir.
Rosalegt álag að annast aldraða aðstandendur
Ásdís Jónsdóttir sjúkraliði fer daglega til háaldraðrar móður sinnar og aldraðrar systur sinnar til að líta til með þeim. Hún segir að þetta þýði mikið álag enda sé hún sjálf orðin fullorðin. Hún lýsir eftir því að aðstoðin sé aukin enda erfitt fyrir aldraða að sinna öldruðum.
Krabbameinsrannsóknir skila árangri
Um allan heim starfar fjöldi vísindahópa við að skilgreina krabbamein af öllum gerðum. Tilgangurinn er að auka lifunarlíkur krabbameinssjúklinga með því að gefa þeim sértækari meðferðir, skilgreina áhættuþætti sem örva vöxt krabbameina og þróa skilvirkari aðferðir til að greina krabbamein.
Eldhúsáhöld frá Kína undir smásjánni
Matvælastofnun mun auka eftirlit með eldhúsáhöldum frá Kína og Hong Kong frá og með 1. febrúar n.k. en þá taka gildi hertar reglur um innflutning þeirra.
Þegar foreldrar okkar eldast
Margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eiga foreldra sem eru farnir að þurfa á aðstoð að halda. Þessi grein sem fjallar einmitt um það efni, birtist bandarísku vefsíðunni AARP. Hún er eftir Barry J. Jacobs sálfræðing og fjölskylduráðgjafa. Þótt hún taki mið af aðstæðum í Bandaríkjunum má ýmsilegt af henni læra þannig að hún birtist hér í íslenskri þýðingu.
Strákar, tölum um grindarbotninn
Það er einhvernveginn þannig að umræða um grindarbotninn snýst að mestu leyti um konur.
Birnumolar – bestu uppskriftir ársins 2015
Árið 2015 opnaði Birna Varðardóttir, næringarfræðinemi og hlaupari, heimasíðuna www.birnumolar.com til að geta haldið betur utan um uppskriftirnar sínar og aðra mola.
Blóðsykur og heilabilun
Heilabilun er ekki sjúkdómur, heldur hugtak sem notað er yfir vitræna skerðingu sem er svo mikil að hún hefur áhrif á daglegt líf einstaklingsins. Lífsgæði eru oft á tíðum verulega skert og ástandið getur haft mikil áhrif á umhverfi sjúklingsins, fjölskyldu og vini. Batalíkur eru oftast litlar, meðferðarmöguleikar fáir og horfur slæmar.
Að greina beinþynningu
Beinþéttnimæling er einföld og sársaukalaus rannsókn sem sýnir ástand beina á augabragði.
Viðtalið - Afar gott og ítarlegt viðtal við hann Valdimar Þór hjá Lausnin fjölskyldumiðstöð
Kíktu á mjög svo flott og ítarlegt viðtal við Valdimar Þór hjá Lausnin fjölskyldumiðstöð, þetta ættu allir að lesa.
Með eigin markmið að leiðarljósi - mjög svo áhugavert viðtal
„Því miður er eins og sumir haldi að það séu efnin sem komi fólki í form en ekki æfingarnar,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari og lyfjafræðingur um afstöðu sína til almennrar notkunar á fæðubótarefnum. „Það eru rosalega margir sem kaupa kort í ræktinni og fara svo og versla fæðubótarefni áður en þeir mæta í fyrsta tímann. Sjálf nota ég fæðubótarefni einungis á mestu álagstímunum í æfingaferlinu.“
Skilnaðar- og forsjármál erfiðari en sakamál
Lögmaðurinn Guðrún Sesselja Arnardóttir hefur varið nokkra harðsvíruðustu glæpamenn landsins á ferli sínum. Hún hefur nú söðlað um og mun birtast í væntanlegri kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðnum.
Umhverfi og heilsa
Samspil erfða og umhverfis ræður því hvernig heilsufari okkar er háttað. Við ráðum litlu um það hverju við fáum úthlutað í móðurkviði en við getum að einhverju leyti haft áhrif á og stjórnað umhverfi okkar og þannig haft áhrif á útkomuna. Við þurfum aðeins að hafa þekkinguna til þess. Íslendingar verja stærstum hluta af tíma sínum innandyra, við leik, starf, menntun, heimilishald og aðrar athafnir.
Viðtalið - Elva Rut er annar eigenda Plie dansskólans, við tókum hana í stutt spjall á dögunum.
Skemmtilegt viðtal við Elvu Rut annan eigenda Plie dansskólans.
Bráðaofnæmi fyrir hnetum! Hverju breytir það í daglegu lífi þeirra sem það snertir?
Lífsreynslusaga: Helga Árnadóttir, um aðstæður fólks með bráðaofnæmi í Kananda samanborið við á Íslandi.
Á barnið þitt rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum?
Frá 1. janúar 2016 verða tannlækningar 3 ára barna og barna á aldrinum 6–17 ára greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2.500 kr. árlegu komugjaldi.
Flokkun: Heilbrigðisvísindi Læknisfræði Hverjir eru helstu arfgengu taugasjúkdómarnir og hvað er hægt að segja um þá?
Til eru yfir 200 mismunandi gerðir af arfgengum taugasjúkdómum og því er ómögulegt að gera þeim öllum skil í grein sem þessari. Umfjöllunin hér á eftir er því almenns eðlis þar sem bæði er komið inn á taugasjúkdóma og erfðir.
Súkkulaði með þeyttum rjóma og óteljandi tegundir af smákökum
Jólaboðið okkar er á annan dag jóla, þá býð ég fjölskyldunni til veislu sem er í gamla móðnum. Ég hita sjúkkulaði og ber fram með þeyttum rjóma. Á borð eru bornar tertur: eplakaka, marengsterta, súkkulaðiterta, vínarterta og lagkaka og fínar smákökur, fallega skreytt brauð.
Góðar merkingar á matvælum, nú skilda !
Mörg algeng matvæli geta valdið ofnæmi eða óþoli. Lengi vel var erfitt fyrir fólk að fá nógu nákvæmar upplýsingar um innihald matvæla, en miklar breytingar hafa orðið á reglugerðum síðustu 10-15 árin og í kjölfarið eru matvælafyrirtæki að gera sér sífellt betur grein fyrir ábyrgð sinni hvað þetta varðar við merkingar og aðra upplýsingagjöf um matvæli.