Fréttir
Vikumatseðill - Byggbollur með chilli og rauðrófum
Ný og spennandi vika framundan og ég vona að allir hafi fengið smá sól í kroppinn síðustu daga. Það er spennandi vikuseðill sem tekur við, og ég minni á að það er auðvelt að haka á uppskrifir og prenta út. Sítrónudrykkurinn er alltaf á sínum stað og má alls ekki gleymast.
Þjáning er skortur á tjáningu - hugleiðing á mánudegi
Að tjá, að sýna – að kenna
Hjartað fær rödd og þú heitbindur þig til að fylgja þínum tilgangi. Það gerirðu með því
RÁÐLEGGUR FÓLKI AÐ TAKA LÝSI FYRIR GETNAÐ!
Fiskmeti og lýsi innihalda omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA, sem eru mjög mikilvægar fyrir eðlilegan þroska og starfsemi líkamans. Þær eru framleiddar í litlu magni í líkamanum og verða því að koma úr fæðu. Guðrún segir þetta ekki síst eiga við um börnin sem eru að þroskast og unga fólkið sem ætlar að eignast börn.
Upplifir þú orkuleysi?
Hvað er að valda orkuleysi hjá þér? Getur það verið allt annað en er hjá næsta manni? Því að öll erum við einstök. Eitt er þó víst að þegar við höfum meiri orku þá afköstum við svo miklu meira.
Orkuleysi getur stafað af uppsöfnuðu eitri í líkamanum, áreiti, fæðuóþoli eða öðru sem við tökum jafnvel ekki eftir!
Ég nefni því hér fjórar algengar ástæður fyrir orkuleysi og hvernig þú getur snúið þeim við á augabragði!
Taktu fram hjólið
Er hjólið þitt rykfallið í hjólageymslunni? Í flestum hjólageymslum úir og grúir af
hjólum sem hafa ekki verið hreyfð svo árum skiptir. Er þitt hjól þar á meðal?
Notaðu sumarið til að breyta venjum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að hægt sé að koma í veg fyrir 8 af hverjum 10 tilfellum af hjartasjúkdómum í heiminum.
Við erum á mismunandi ferðalagi - hugleiðing dagsins
Umgjörðin er persónubundin
Umgjörðin er göngugrind, okkar leið til að beina athyglinni frá vana og vansæld að einhverju
Virtur alþjóðlegur förðunarskóli opnar á Íslandi
Í ágúst 2015 mun MUD Make-Up Designory ásamt Kristínu Stefánsdóttur (No Name) opna fyrsta alþjóðlega förðunarskólann á Íslandi. MUD förðunarskólinn er stærsti förðunarskóli Bandaríkjanna og var stofnaður í Los Angeles árið 1997. Skólinn er nú starfræktur í 18 fylkjum Bandaríkjanna og 7 Evrópulöndum og mun Ísland bætast í þann hóp næstkomandi ágúst.
Hvað á að borða margar máltíðir á dag?
Það eru skiptar skoðanir á því hvað sé “ákjósanlegt” að borða oft á dag.
Sumir segja að morgunmaturinn keyri fitubrennsluna í gang og að 5-6 máltíðir á dag séu nauðsynlegar til að halda brennslunni gangandi.
RAW - Pekandjúpur
Það er nettur tryllingur í þessum hrákúlum. Hvar hafa þær verið allt mitt líf? Endalaus unaður
Ástin blæs á höfnunina - hugleiðing frá Guðna á föstudegi
Ástin blæs á höfnunina – og framgangan fær leyfi
Fyrsta skrefið er alltaf að taka út forsendu höfnunar og refsingar, að losna
Heilbrigði beina hefst í móðurkviði og er góð næring lykill að sterkum beinum alla ævi
Alþjóðlegi beinverndardagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 20. október og að þessu sinni er athyglinni beint að mikilvægi góðrar næringar alla ævina.
Grænkálspestó - frá mæðgunum
Mamma á marga vini. Suma svolítið skrautlega, en undantekningarlaust mjög skemmtilega. Í fyrsta skipti sem ég ræktaði mitt eigið grænkál alveg sjálf hafði ég sinnt því af mikilli alúð allt sumarið.
Uppruni kaffis
Kaffi er upprunnið í kringum Rauðahafið á sjöundu öld en á sér einungis 300 ára sögu í hinum vestræna heimi.
Netsjúkraþjálfun - nýr samstarfsaðili Heilsutorgs
Starfssvið sjúkraþjálfara er mjög fjölbreytt. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta líðan hvers og eins. Sjúkraþjálfarar meta, greina og meðhöndla vandamál sem koma upp í stoðkerfinu (beinum, vöðvum og liðamótum).
Óregla er ekki til - hugleiðing dagsins
Óregla er ekki til
Það er ekki hægt að fara að sofa of seint – aðeins eins seint og þú þarft til að viðhalda vansældinni. Þreyttur maður
Drekaávaxtaskál fyllt með drekaávexti og granateplafræjum
Þessi fallegi ávöxtur gleður augað og kveikir á sköpunarorkunni.
7 leiðir til að lækna sólbruna – gott að hafa bak við eyrað á fallegum sólardögum
Já, það er skemmtilegt að leika sér úti í sólinni eða liggja í sólbaði og fá smá brúnku á kroppinn.
KONUR ERU KONUM BESTAR - Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður 13 júní
Kvennahlaupið fer fram 13. júní. Eins og undanfarin ár verður hlaupið í Garðabæ og Mosfellsbæ ásamt yfir 100 öðrum stöðum hérlendis og erlendis.
Harðfiskur sem heilsufæði
Íslendingar hafa borðað harðfisk allt frá upphafi byggðar og svo sjálfsagt hefur þótt að menn kynnu að verka harðfisk að engir hafa talið það ómaksins vert að skrá niður hvernig verka skuli harðfisk. Þar af leiðandi eru mjög fáar eldri heimildir til um verkunina, en aftur á móti eru til margar frásagnir um neyslu harðfisks.
Heilsugúrúinn David Wolfe er væntanlegur til landsins
Íslandsvinurinn David Wolfe kemur til Íslands í júní til þess að njóta sumarsólstaða á Íslandi og halda námskeið á Gló 21. júní. Hann kemur vonandi með sólina frá Kaliforníu og gefur okkur innblástur fyrir sumarið með ástríðu sinni fyrir heilsu! Hann verður með fjögurra tíma fyrirlestur og kennslu í að búa til gómsæta heilsudrykki og hristinga fyrir sumarið.
Að breyta hegðun, ekki breyta þér - hugleiðing dagsins
Já, vel á minnst: af hverju viltu lifa í myrkri og spennu?
Allir eru eins og þeir eru af því að þeir vilja vera eins og þeir
Er í lagi að geyma grænan smoothie í ísskápnum?
Sumir segja nei, þú verður að drekka hann strax til að fá öll þau næringarefni sem eru í drykknum.