Fréttir
Vikumatseðill – vika 4 frá Heilsumömmu
Jæja, nú reynir á útsjónarsemi og skipulag í þessari viku. Það hefur gengið erfiðlega að vera undir hámarkinu svo núna er síðasti séns að redda málunum ;) Þetta virðist ætla að verða önnur veikindavika og svo er vetrarfrí í skólanum í lok vikunnar. Mér sýnist á ástandinu á mannskapnum að það verði bara spilað, púslað, haft kósý og örugglega bakað eitthvað gott. Hápunktur vikunnar er um helgina þar sem vinnustaðurinn minn heldur Árshátíð út á landi og verður það nú aldeilis stuð fyrir hjónakornin að komast aðeins frá börnum og búi og slaka á og njóta lífsins í sveitasælunni.
Páskarnir eru á næsta leiti – fallegar skreytingar
Nú styttist óðfluga í páskana en þeir eru dagana 02. til 06 apríl. Það er skemmtilegt að setja heimilið í smá páskabúning og leyfa litagleðinni að njóta sín. Margar verslanir eru nú þegar búnar að setja fram skraut og páskaegg svo það myndast ansi mikil spenna á mörgum heimilum, þá kannski sérstaklega þar sem krakkar eru. Hérna koma nokkrar hugmyndir að páskaskreytingum.
Áskita hjá börnum
Hvað er áskita?
Áskita (encopresis) er hugtak sem notað er til að lýsa endurtekinni hegðun barna að missa hægðir enda þótt líkamlegir sjúkdómar hrjái þau ekki. Þeirri þumalfingursreglu er beitt að áskita eftir fjögurra ára aldur sé óeðlileg. Áskita getur valdið miklum tilfinningalegum erfiðleikum fyrir barn þar sem foreldrar, kennarar, vinir og aðrir nánir barninu eiga það til að sýna því neikvæð viðbrögð og reyna jafnvel að forðast það
Ert þú tilbúin til að taka ábyrgð á eigin lífi – Hugleiðing dagsins frá Guðna
Ef ég keyri líf mitt áfram á ályktunum sem ég hef ekki ákveðið fyrir mig þá ber ég samt ábyrgð á þeim. Sá sem er tilbúinn til að taka ábyrgð á eigin lífi – umgengni við heiminn og annað fólk, uppeldi á börnum sínum – sest niður, skoðar ályktanirnar sem hann notar og ákveður hverjum þeirra hann vill breyta í gildi og hverjum hann vill henda beinustu leið í ruslið.
Karlmenn og háreyðingakrem eiga ekki samleið
Karlmenn eru sagðir duglegir að snyrta sig að neðan fyrir makann sinn, en hafa þeir notað háreyðingakrem eins og þessi gerði?
Svona færðu hárið til að glansa
Vissir þú að kalt vatn er gott fyrir hárið?
Ef þú vissir það ekki þá veistu það núna.
Það vill enginn ilma eins og gamlir íþróttasokkar
Við lifum í samfélagi þar sem gerðar eru miklar kröfur um útlit og klæðaburð. Þetta skiptist auðvitað niður eftir aldri og þroska og virðast kröfurnar vera enn meiri hjá yngra fólki en því eldra.
Holl ráð um þurra húð
Hvað er þurr húð(xerosis)?
Ekki endilega húðsjúkdómur en ástand húðarinnar einkennist af því að hún flagnar, oft með roða, ertingu og kláða.
Þetta veldur mestum vandræðum á haustin og veturna.
Húðþurrkur kemur yfirleitt fram í andliti, á höndum, handleggjum og fótum.
Meira ber á þessu með hækkandi aldri.
Hvað er
Ef þú lætur mæla blóðfiturnar þínar er leikur einn að reikna út "non-HDL-kólesteról". Þetta gildi segir oft meira um hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum en hefðbundin gildi eins og heildarkólesteról eða hið svokallaða "vonda" kólesteról.
Súperfæða fyrir heilann
Fáðu sem mest út úr fæðunni!
Næring er mikilvæg til þess að ná sem mestum og bestum árangri dags daglega. Það eru nokkrar fæðutegundir sem kallast súperfæða, enda eru þær stútfullar af næringar og andoxunarefnum sem eru svo nauðsynlegar fyrir heilsuna.
Hér koma nokkrar uppskriftir af boosti sem innihalda súperfæðu:
Áhrif koffínneyslu í stórum og litlum skömmtum
Mjög stórum koffínskömmtum geta fylgt bæði líkamleg og andleg óþægindi. Koffín leynist ekki bara í kaffi og kóladrykkjum en kaffi er sennilega það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar orðið „koffín“ ber á góma.
Tara kennir okkur nýtt trix fyrir árshátíðina
Tara Brekkan skilur okkur ekki neitt eftir þegar kemur að öllum þessum árshátíðum sem eru að ganga í garð. Tara kennir okkur hér nýtt „trix“ með penslunum og fer vel yfir hvað skal nota að hverju sinni.
Ert þú til í upphífingaáskorun?
Þriggja vikna plan sem neglir þína fyrstu upphífingu.. eða snareykur þitt PB
Það er auðveldara fyrir flesta að henda sér niður að taka 10 armbeygjur en upphífingar. Þær geta verið sérstaklega erfiðar viðureignar þar sem marga mismunandi vöðvahópa þarf til að hysja sig yfir stöngina. Strákur.is rakst á kick-ass æfingakerfi frá Equinox þjálfararnum Kelvin Gary sem miðast að því að ná þér yfir stöngina á þremur vikum, nú eða snarhækka þitt PB.
Holl og góð agúrku súpa
Súpa er ekki það fyrsta sem maður hugsar útí þegar agúrka er annars vegar. En eftir að hafa prufað þessa uppskrift þá er hún komin í uppáhald hjá mér. Dásamlega fersk og ekki verra að lauma smá cayenne pipar í hana eftir smekk og avókadóið gerir hana rjómalega góða.
Töff stuttar klippingar fyrir sumarið
Ert þú að spá í að klippa hárið þitt stutt fyrir sumarið, en ert ekki alveg viss hvort að þú eigir að stíga þetta stóra skref? Hérna eru nokkrar stuttar klippingar sem þú getur spáð aðeins í og sýnt hárgreiðslukonu/manni þínum