Fréttir
Guðrún Alfreðsdóttir er fótaaðgerðafræðingur og hér fræðir hún okkur um sína starfsgrein
Guðrún er leiklistarmenntuð, starfaði sem leikari um árabil og vann við leikstjórn og leiklistarkennslu. Var hún einnig formaður Félags íslenskra leikara um tíma. Þá hefur hún og starfað við blaðamennsku og ýmislegt fleira.
Matur sem getur skemmt fyrir þér nætursvefninn
Mataræði og svefn tengist mjög sterkum böndum og er því mikilvægt að huga að mataræðinu ef bæta á svefninn.
Farðu út og náðu í eitthvað grænt
Myndlistakonan Hildur Hákonardóttir er ekki síður þekkt fyrir áhuga sinn á garðrækt og hollu mataræði. Um árabil hefur hún miðlað öðrum af þekkingu sinni og bók hennar „Ætigarðurinn – handbók garðnytjungsins" er nánast orðin skyldulesning allra þeirra sem vilja kynna sér þessi málefni.
Færni til framtíðar, valið efni í vefútgáfu
Embætti landlæknis hefur gefið út á vef embættisins valið efni úr handbókinni Færni til framtíðar, örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi.
Kynlífsvandamál
Vandamál í kynlífi geta verið af ýmsum toga og hér á eftir verður aðeins farið í örfá þeirra.
Hefur DHA áhrif á minnið?
Docosahexaenioc acid (DHA) er omega-3 fitusýra. Þetta efni er mikilvægt fyir heilann og miðtaugakerfið. DHA má finna í ríkulegu magni í silungi, laxi, ýmsu sjávarfangi og mörgum fiskiolíum.
Heilsufarsáhrif fitu – fita er lífsnauðsynleg
Upplýsingar um heilsufarsáhrif fitu hafa lengi verið í umræðunni, en því miður eru þær oft villandi eða jafnvel rangar.
Hollt og gott á Reykjalundi
Skýr stefna í manneldis- og næringarmálum er hornsteinn endurhæfingar. Holl og fjölbreytt fæða er ein af megin undirstöðum heilbrigðis. Manneldismál eru því mjög mikilvæg þegar tekist er á við heilbrigðisvandamál og ekki minnst í endurhæfingu eftir sjúkdóma. Mikilvægt er að á jafn virtri endurhæfingastofnun sem Reykjalundi sé gott mötuneyti.
Nokkrar staðreyndir um kynslóð X
Í fjölmiðlum er talsvert fjallað um hópa fólks sem fætt er frá lokum seinni heimstyrjaldar og fram undir 1980. Í Bandaríkjunum er átt við svokallaða baby boomers, kynslóðina sem fædd er á árunum 1946 til 1964 og hins vegar generation X.
Sóttvarnaráðstafanir vegna Ólympíuleikanna Í Brasilíu
Ólympíuleikarnir 2016 sem haldnir verða í Brasilíu nálgast. Þeir hefjast 5. ágúst nk. og standa til 21. ágúst.
Líkaminn eftir barnsfæðingu – og enginn talar um hvernig hann lítur út
Ung kona að nafni Taryn Brumfitt vill breyta hugsunarhætti fólks um það hvernig líkaminn breytist eftir barnsburð.
Að bera kennsl á heilablóðfall
Heilablóðfall er afleiðing skyndilegrar truflunar á blóðflæði til heilans af völdum blóðtappa eða þess að æð brestur.
Er myglusveppur hættulegur heilsu manna?
frétt RÚV þann 4. Júlí 2016 eru birtar viðvaranir Náttúrufræðistofnunar við myglusveppnum súlufruggu (Aspergillus fumigatus) í húsum og fullyrt að hann sé stórhættulegur heilsu manna.
Kynsjúkdómar sækja í sig veðrið
Júlítölublað Farsóttafrétta, fréttabréfs sóttvarnalæknis, er komið út á vef Embættis landlæknis.
Frjósemismeðferðir skila góðum árangri
Fjölmörg pör glíma við ófrjósemi og geta ástæðurnar sem liggja að baki vandanum verið margvíslegar.
Hvers vegna fær maður hiksta?
Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök hiksta er sú að fólk kann sér ekki magamál, hvort heldur í mat eða drykk. Þegar fólk borðar eða drekkur of mikið þenst maginn út og þrýstir á þindina.
Matvælastofnun varar við ólöglegu og hættulegu fæðubótarefni!
Viðvörun - hættulegt og ólöglegt fæðubótarefni!
10 leiðir að hollari matarinnkaupum
Við hjartafólk og aðrir sem stöndum frammi fyrir því að þurfa að breyta um lífsstíl vantar oft góðar hugmyndir. Eins og hér hefur komið fram áður er að finna mikin fróðleik á vef Náttúrulækningafélags Íslands nlfi.is. Hér eru 10 góð ráð til að hjálpa okkur að finna réttu leiðina til hollari matarinnkaupa.