Fréttir
Hrukkur
Allir fá einhverjar hrukkur með aldrinum en ýmsir þættir eins og sólargeislar,reykingar og mengun flýta fyrir og auka hrukkumyndun.
Tími til að gera ekki neitt
Hættu að skipuleggja sumarleyfið og slappaðu af segir Kamma Kronborg Heick á vef Danska ríkisútvarpsins.
Æðaslit - hvað er til ráða ?
Litlar, þunnar bláæðar liggja nálægt yfirborði húðar. Þær tengjast bláæðakerfi líkamans en eru ekki nauðsynlegur hluti þess. Æðaslit eða háræðaslit (e. spider veins eða telangiectasias) felur ekki í sér að æðarnar slitni eins og nafnið kann að gefa til kynna heldur myndast það þegar þessar æðar víkka út þannig að þær verða sjáanlegar. Æðaslit getur verið rautt eða blátt á lit og tekur oftast á sig eitt af þremur mynstrum; einfalt línumynstur, trjágreinamynstur eða kóngulóarvefsmynstur.
Hugaðu að hjartanu áður en lagt er í ferðalag
Það er að mörgu að hyggja áður en haldið er í fríið á framandi slóðir og eitt af því sem rétt er að huga að er heilsufarið og fullvissa sig eins og hægt er að allt sé með felldu. Það virðist nefnilega vera þannig að hjartavandamál séu ein aðal dánarorsök ferðamanna á ferðalögum.
Matarlöggan
Matur er stór hluti af lífinu, við borðum saman þegar á að gleðjast eða syrgja, þegar við hittum vini eða ættingja og við þurfum a.m.k flest að borða nokkrum sinnum á dag til að virka sem best.
Crossfit og meiðsli
„Til að gera vöðvana móttækilegri fyrir þjálfun og koma í veg fyrir meiðsl þarf að huga að réttri stignun og réttri liðleikaþjálfun í samræmi við æfingar,“ segir Daði Reynir Kristleifsson,sjúkraþjálfari hjá Afli. Sjálfur hefur hann stundað Crossfit í nokkur ár og veitir hann jafnframt ráðgjöf hjá Crossfit Reykjavík.
Samveran skiptir mestu í sumarfríinu
Flestir þekkja þá tilhlökkun sem er í því fólgin að komast með fjölskyldunni í frí eftir langan og strangan vetur. Börn hafa oft miklar væntingar til foreldra sinna á þessum tíma. Það á að vera svo gaman.
Hvað er fælni?
Fælni eða fóbía er kvíðaröskun sem lýsir sér í mikilli og órökréttri hræðslu við tiltekið fyrirbæri. Í DSM-IV, flokkunarkerfi fyrir geðraskanir, er fælni flokkuð í þrjá undirflokka, eða í víðáttufælni (agoraphobia), félagsfælni og afmarkaða fælni.
Svona þyngist fólk mikið við að eignast kærasta eða kærustu
Margir sem hafa átt kærasta eða kærustu kannast við að hafa þyngst eftir að ástarsambandið varð að veruleika. Pör fara að hafa það huggulegt saman, borða sælgæti, góðan mat og jafnvel áfengi með og áður en varir fer kílóunum fjölgandi.
Viðmiðunarmörk um biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu
Biðtími eftir læknisþjónustu og ýmsum skurðaðgerðum á Íslandi er oft langur. Samkvæmt könnunum Embættis landlæknis bíða meira en 80% sjúklinga lengur en tvö ár eftir mjaðmarskiptum eða hnjáskiptum.
Hjartað og fótboltinn
Það er ekki að efa að margt hjartað hefur slegið hraðar á Íslandi síðastliðna sólahringa þar sem landslið okkar Íslendinga er nú að spila í fyrsta sinn á EM.
5 staðreyndir um sýklalyfjaónæmi
Á síðastliðnum árum hefur fjölónæmum bakteríum fjölgað hratt og í dag deyja um 700.000 manns ár hvert af völdum þeirra.
Skapofsaköst barna
Flest ung börn taka skapofsaköst. Skapofsaköst þekkjast meðal annars af háum grátri/öskri, tárum, lítilli/engri stjórn á útlimum (barnið dettur eða leggst í gólfið og baðar út útlimum) og getuleysi til hlustunar og tjáningar með orðum. Börn eiga það til að lemja frá sér, klóra eða klípa þegar foreldri reynir að nálgast barnið.
Fjöldi ólöglegra lyfja og lækningatækja gerð upptæk í alþjóðlegri aðgerð
Alþjóðleg aðgerð undir heitinu Pangea IX var í gangi frá 30. maí til 7. júní sl. þar sem skoðaðar voru aðallega vefverslanir þar sem ólögleg og hugsanlega lífshættuleg lyf voru á boðstólum í meira en 100 löndum.
Ofþjálfun og beinþynning
Ertu að æfa of mikið? Borða of lítið? Eru tíðablæðingar óreglulegar eða hafa þær stoppað? Ef svo er getur verið að þú sért að auka hættuna á alvarlegum heilsufarsvandamálum og meiðslum sem geta komið í veg fyrir virkni þína í framtíðinni.
Rannsóknir sýna að unglingar sem æfa fótbolta eru með stærri og sterkari bein
Samkvæmt Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA er fótbolti, ásamt körfubolta, sú íþróttagrein sem hefur innan sinna vébanda flesta iðkendur um allan heim eða 260 millijónir í 329.000 félögum og í 290 löndum.
Ótrúlegur árangur með nýrri meðferð til MS sjúkdómnum
Í klínískum prófunum á nýrri meðferð gegn MS upplifðu 17 einstaklingar af 24 stöðnun á framvindu sjúkdómsins. Í sumum tilfellum gengu einkenni til baka að einhverju leiti. Einn einstaklingur í rannsókninni sem áður var bundinn hjólastól gat hætt að nota hann og sneri aftur til vinnu þremur árum eftir meðferðina.
Skref fyrir skref
Það getur verið hvetjandi að nota skrefamæli eða annars konar mælitæki til að auka daglega hreyfingu. Margir nota slík tæki , stafræn mælitæki eða einfalda skrefamæla, sem aðhald og hvatningu til þess að hreyfa sig.
Gömul og góð húsráð sem eyða vondri lykt og standa enn fyrir sínu
Öllu hefur fleygt fram á síðustu árum, líka húsverkunum. Nú eru t.d. til ryksuguvélmenni, mjög svo tæknilegt skúringadót, og allskyns tól og tæki, efni og lausnir sem hægt er að grípa til þegar þess þarf í heimilishaldinu.
Loksins - Rjómaís sem sefar fyrirtíðaspennu og dregur úr túrverkjum!
Að vísu er ísinn ekki fáanlegur á almennum markaði og hugmyndin er enn umbúðir einar, en sannarlega umfjöllunar verð! Væri ekki lífið einfaldara ef varan væri á markaði og hversu ljúffengur væri verkjastillandi súkkulaðiís!