Fréttir
Grilluð kjúklingaspjót í döðlu-BBQsósu
Ein allra besta BBQ-sósa sem ég hef smakkað, það er líka hægt að nota þennan rétt í pinnamat þá er bara að minnka bitana aðeins og skera spjótin í tvennt áður enn þrætt er uppá.
Rautt pestó „Pomodoro“
það er nú ekkert heilagt í hlutföllum í uppskriftum þegar kemur að svona pestói,
Gróft maísbrauð (gerlaust)
skemmtilegt brauð sem er aðeins sætt á bragðið, mjög gott nýbakað með reyktum lax og öðru reyktu áleggi.
Rauðlauks og rabarbara „chutney“
lltaf gaman að eiga svona kryddsultur "chutney" inná kæli þegar maður vantar eitthvað sætt og kryddað með matnum.
Boozt uppskriftir
Boozt drykkir eru sér íslenskt fyrirbæri sem náð hafa miklum vinsældum enda bragðgóðir, ferskir og næringarríkir. Megin uppistaðan í flestum drykkjunum er skyr og ávextir en í raun er nokkuð frjálst hvað sett er í drykkina. Helstu næringarefnin sem boozt drykkirnir innihalda eru prótein, B2-vítamín (ríbóflavín), kalk og fosfór sem skyrið er mjög ríkt af en einnig kalíum sem kemur úr ávöxtunum sér í lagi bönunum, kíví og melónum. Einn venjulegur boozt drykkur getur innihaldið um einn skammt af mjólkurvörum og einn til tvo skammta af ávöxtum og berjum, slíkur drykkur er því tilvalin leið til að mæta ráðlegginum um mjólkurvörum og ávöxtum. Boozt drykkir eru því góðir á milli mála og sem hluti af t.d. hádegisverði fyrir alla aldurshópa.
Hvað getur komið í staðinn fyrir fisk, skelfisk, egg, hveiti, mjólk og hnetur.
Þegar einstaklingur greinist með ofnæmi fyrir tiltekinni matvöru kemur oft upp sú spurning „hvaða næringarefnum er barnið mitt eða ég að missa af.“ Þetta eru algeng og eðlileg viðbrögð og verður leitast við að svara þessari spurningu út frá næringarlegu sjónarmiði. Einnig að koma með tillögur að öðrum matvælum til að tryggja góða næringarlega samsetningu mataræðisins og góða fjölbreytni.
Risastór heilsumarkaðsherferð sem byggir á sælgæti?
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ný „heilsuvara“ er komin á markað. Varan heitir Aktív próteinbitar og er markaðssetning vörunnar með vísan í að hún henti fólki sem hreyfir sig mikið (er semsagt aktíft).
Viðbrögð í kjölfar síðasta pistils
Í síðasta pistli fjallaði ég um Cocoa Puffs og fleiri vörur sem mér þóttu merktar á þann hátt að auðveldlega mætti ruglast á þeim og vörum sem teljast hollar og ættu að vera reglulegur hluti af góðu mataræði.
Sykur, sykurstuðull og sykurálag
Það eru margar ástæður fyrir því að íslenskar ráðleggingar hafa lagt upp með að borða sem minnst af sykri og að viðbættur sykur ætti ekki að vera meira en 10% af heildarhitaeininganeyslu hvers dags. Ein þessara ástæðna er bólgumyndandi áhrif sykraðra matvæla t.d. á hjarta- og æðakerfi og tengsl ofneyslu á sykri við áföll í hjarta- og æðakerfinu.
Eftirfarandi beiðni var send á allar matvöruverslanir á Íslandi
Eins og þú væntanlega veist þá herjar á hóp Íslendinga faraldur, svokallaður offitufaraldur. Sem betur fer glíma ekki allir við þá erfiðleika sem fylgja því erfiða ástandi sem offita er a.m.k. fyrir flesta. Offitunni fylgir oft mikil vanlíðan, bæði andleg og líkamleg.
Kalt núðlusalat með rækjum, avacado, baunaspírum og sesamdressingu
Mér finnast alltaf köld núðlusalöt best þegar þau fá aðeins að standa áður enn þeirra er neytt og bara helst löguð deginum áður, því þá verður bragðið einhvern veginn meira og skemmtilegra. En það er ekki allt hráefni sem þolir langan geymslutíma í tilbúnu salati og það er það grænmeti og annað sem á að vera stökkt og ferskt, þannig að best er að því sé bætt útí salatið alveg í blálokin eða rétt áður enn það er borið fram.
SÆTKARTÖFLUSÚPA MEÐ CHILLI OG GRASLAUK
Eftir stendur bragðmikil, holl og næringarrík súpa sem tekur ekki langan tíma að laga. Þessa er vert að prófa.
Pastasalat með brokkolí, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti, fíkjum og klettasalat-dressingu
Einfalt ,hollt og gott pastasalat þar sem hægt er að skipta út hinu og þessu í stað annars hráefnis sem ísskápurinn hefur að geyma í hvert skipti, ólívur í stað sólþurrkuðu tómatana, einhvern annan ost, annan ávöxt svo eitthvað sé nefnt.
Þetta salat er einnig tilvalið sem meðlæti með kjöti eða fisk, eða sem stakkt salat á hlaðborð.
Tælensk kjúklingasúpa með sætum kartöflum, kókos og lime
Þessi matarmikla súpa lítur út fyrir að vera flókin einsog mikið af asíukrydduðum mat, þar sem innihaldslistinn virkar svo langur, enn í raun er þetta afar einfalt og það er ekkert heilagt að allt það krydd sem er talið upp í uppskriftinni sé með svo framarlega sem undirstaðan sé til staðar.