Nokkrar ábendingar til foreldra.
Nú er farið að vora og sólin að hækka á lofti. Eftir sem áður eru margir upp um fjöll og firnindi á skíðum og útisporti. Þá þarf að hafa í huga að geislar sólar eru talsvert sterkari í snjónum og geta verið skaðlegir
Þau lifa lengst allra í heimi og líf þeirra er ólíkt því sem við eigum að venjast. Þetta fólk kallar sig Hunza og þau búa í Himalaya-fjöllum, nánar tiltekið í nyrsta hluta Indlands við landamæri Kína, Kasmír og Afganistan. Og íbúafjöldinn telur ekki nema 30.000 manns
Hver kannast ekki við það að fara út í mikið rok og allt í einu fara tár að hrynja niður kinnarnar?
Öll skynfæri ofurnæmra eru næmari en ákjósanlegt og sér í lagi þegar viðkomandi þarf að umgangast annað fólk. Tilfinningarnar geta verið svo sterkar að stundum geta þær borið fólk ofurliði.
Skýrsla OECD, Health at a glance 2015, kom út nýlega. Hún sýnir samanburð á heilsu, áhrifaþáttum heilsu og heilbrigðisþjónustu í aðildarlöndum OECD árið 2013. Almennt séð kemur Ísland vel út í samanburði við aðrar þjóðir í skýrslunni.
Réttu upp hönd ef að þú hefur fundið fyrir eftirfarandi síðastliðnar vikur: þreytu, uppþembu og ómöguleg í skapinu.
Candida sveppurinn er til staðar í flestum einstaklingum. Hann lifir í líkama okkar líkt og aðrar bakteríur og örverur og gerir okkur yfirleitt ekkert mein.
D-vítamín er mikilvægt líkamanum að mörgu leiti og hefur Hvatinn áður fjallað um rannsóknir á því, til dæmis hér og hér.
Hvers vegna skrökva börn á aldrinum 3-4 ára?
Hver segir að það þurfi að hafa mikið fyrir því að vera hamingjusamur? Sá sem heldur því fram hefur rangt fyrir sér.
Umdeild rannsókn gefur til kynna að þeir sem borða ekki kjötvörur séu í frekari hættu á líkamlegum og andlegum sjúkdómum þrátt fyrir heilbrigðan lífsstíl.
Okkur langar að kynna fyrir ykkur frábæra lausn í skrifstofumálum.
Núvitund er að taka eftir með ásetningi og að vera meðvitaður um það sem er að gerast hér og nú án þess að dæma. Núvitundarþjálfun kennir þér að hafa meðvitaða athygli á því sem þú tekur eftir á hverju andartaki fyrir sig. Að dvelja í andartakinu þar sem þú mætir því sem kemur upp og viðurkennir það.
Sorgin er flókin og á meðan menn eru yfirkomnir af henni, getur þeim þótt erfitt að hafa sig í að gera nokkurn skapaðan hlut. Jafnvel einföldustu verkefni vaxa þeim í augum. Það er algengt að fólki finnist erfitt að taka ákvörðun, jafnvel um hversdagslegustu hluti. Margir vilja bara að sorgin hafi sig á brott úr sálinni, en eru sannfærðir um að það muni aldrei gerast.
Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.
Fjöldi Íslendinga glímir við geðraskanir og ljóst er að þeim sjúkdómum fylgir oft mikil skerðing á lífsgæðum. Lífslíkur einstaklinga með alvarlegan vanda eru auk þess minni þar sem óheilbrigður lífsstíll getur haft í för með sér ýmsa líkamlega sjúkdóma.
Á undanförnum misserum hefur verið mikið ritað og rætt um egg, kosti þess að neyta þeirra og hugsanlegar hættur. Í þeirri umræðu hefur stundum verið bent á að kannski ættu yfirvöld að endurskoða afstöðu sína til þess hverju þeir mæla með á hinn fullkomna disk og útlit er fyrir að slíkt sé einmitt að eiga sér stað víða um heim.
Kvíði er eðlileg tilfinning bæði hjá börnum og fullorðnum. Hann tengist yfirleitt nýrri reynslu og því sem er óþekkt eins og að byrja í skóla, nýrri vinnu eða að eignast barn.
Það er rétt að getnaðarvarnarpillan getur dregið úr túrverkjum.
Mannleg tengsl og samskipti eru okkur manneskjunum lífsnauðsynleg. Það má segja að það besta sem við upplifum á lífsleiðinni eigi sér stað í samskiptum við aðra. Bestu stundir okkar eru yfirleitt þegar við eigum í ánægjulegum samskiptum og finnum fyrir tilfinningalegri nánd við aðra manneskju.
Forsendur fyrir því að okkur geti liðið vel er óumdeilanlega góð heilsa, andleg líkamleg og félagsleg.
„Ég get ekki lengur haldið athygli við einföldustu verkefni!“ „Ég man ekki lengur nöfnin á fólki sem ég þekki!“ „Er ég kannski að fá Alzheimer?“ Það er algengt að heyra eitthvað þessu líkt frá fólki sem á við þunglyndi og kvíða að stríða.