Allir sem koma í sjúkraþjálfun vegna bakvandamála ganga í gegnum nákvæma skoðun. Þar er líkamstaðan greind, auk þess sem hreyfanleiki hryggsúlu, lengd, styrkur og þol vöðva er metið. Þeir sem koma með tilvísun eftir skoðun hjá lækni fara einnig í þessa ítarlegu skoðun. Þessu til viðbótar eru ýmis sérpróf framkvæmd og nákvæm sjúkrasaga er tekin til að fá sem bestu heildar mynd af einkennunum.
Einkenni hjartasjúkdóma eru ekki alltaf þau sömu hjá konum og körlum og almennt koma fyrstu merki sjúkdómsins ekki fram fyrr en tíu árum seinna hjá konum þó vísbendingar séu um að þessi tími sé að styttast.
Hvernig getum við sett okkur markmið og náð þeim án þess að fyllast vonleysi einhversstaðar á leiðinni? Hvernig aukum við líkurnar á því að ná markmiðum okkar? Þetta þarf oft ekki að vera mjög flókið eða mikið, en þetta getur fært okkur gleði.
Bleiusár er yfirleitt ekki sjúkdómur heldur særindi í húðinni. Það er alvanalegt að börn fái afrifu á bleiusvæðinu. Sum þeirra fá þetta aðeins einu sinni, önnur eru sífellt að lenda í þessu. Ekki er vitað hvers vegna sum börn virðast vera viðkvæmari enn önnur.
Flest erum við að leita að hamingju, vellíðan og jákvæðu hugarfari og hafa ýmsar rannsóknir verið gerðar í gegnum tíðina til að reyna að varpa ljósi á það hvernig við öðlumst hana. Við sem erum eldri en tvævetur vitum að það kemur margt til og engin töfralausn fyrir þá sem ekki njóta lífsins.
Hér fyrir neðan eru frábærar upplýsingar um það hversu lengi matur eða drykkir endast í ísskápnum eftir að hafa verið opnaðir.
Hérna eru ansi skemmtilegar staðreyndir um hjartað. Njóttu vel.
Bandarískir vísindamenn hafa loks einangrað vellíðunarhormón líkamans sem losnar úr læðingi eftir líkamsþjálfun, en áður var talið að ræktar-brennslu-vellíðunar-hormónið Irisin, eins og það nefnist – væri uppspuni einn. Niðurstöðurnar binda endi á allan þann vafa, Irisin er raunverulegt og tengist vellíðunar- og slökunartilfinningu sem fylgir því að ljúka langri og góðri líkamsræktaræfingu.
Nú þegar síga fer á seinni hluta sumars fara brátt að heyrast auglýsingar frá líkamsræktarstöðvum sem hvetja fólk til að komast í kjóla fyrir ýmis haust og vetrartilefni. „Í kjólinn fyrir jólin“ verður kannski ekki á auglýsingaskiltum í næstu viku en það kemur brátt að því, sannið til. Ómissandi fylgifiskur þess að vilja grennast eru hinar óteljandi auglýsingar úr heimi fæðubótarefna og það er einmitt þangað sem við ætlum að beina sjónum okkar í dag.
Þessa síðustu viku fyrir Reykjavíkurmaraþonið er hvíldin og næringin það sem mestu máli skiptir. Ólíklegt er að stífar hlaupaæfingar sem gerðar eru hér muni skipta máli hvað varðar sæti eða tíma. Fyrir þá sem eru óreyndir er gott að halda sér mjúkum með léttum hlaupaæfingum. Fyrir alla eru teygjur og að hlusta á líkamann mjög mikilvægt.
Vísindin vita ekki allt. Að sjálfsögðu ekki. Þá væru þau óþörf. Sérstaklega geta þau ekki útskýrt svona nokkuð sem ekki er nokkur leið að finna út úr hvernig á að geta virkað.
Nú eru 2 vikur til stefnu og fer hver að verða síðastur að ákveða vegalengdina sem farin er þetta árið. Nú er um að gera að halda rétt á spöðunum, æfa áfram vel og skynsamlega, hlusta á líkamann og hugsa vel um sig í alla staði
Það er vel þekkt að fólk hefur misjafnar líkamsklukkur. Sumar líkamsklukkur byrja að framleiða melatónín snemma á kvöldin, sem gerir fólk að svokölluðum A-manneskju, meðan aðrar líkamsklukkur hefja sína framleiðslu seint á kvöldin eða á nóttunni og eru þær til staðar í því sem við flokkum sem B-manneskjur.
Vinir okkar voru að deyja í kringum okkur og áminningin um alvarleikan stöðugur hér sem og í fjölmiðlum.
Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur samþykkt bóluefni gegn malaríu. Ef Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gefur einnig sitt samþykki mun bóluefnið vera það fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Reykjavíkurmaraþonið árið 2014, sem var það 31. í röðinni, var það fjölmennasta í sögu hlaupsins. 877 luku heilu maraþoni, 26 fleiri en 2013, 2218 hlupu hálfmaraþoni yfir 100 fleiri en árið á undan og 6215 hlupu 10 km, 960 fleiri en árið á undan.
Litarefni eru notuð í mat til að gera hann girnilegri. Svokölluð asó-litarefni hafa lengi verið umdeild og þau voru bönnuð á Íslandi til ársins 1997.
Heilablóðfall er afleiðing skyndilegrar truflunar á blóðflæði til heilans af völdum blóðtappa eða þess að æð brestur.
Þær Omega-3 fjölómettuðu fitusýrur, sem við fáum úr fiskmeti og Lýsi, eru mikilvægar fyrir þroska heila- og taugafrumna
Fjöldi fólks um allt land, og einnig fjöldi útlendinga, undirbýr sig nú af kappi fyrir 32. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer 22. ágúst
Samfélagsumbrot síðustu áratuga hafa haft margt jákvætt í för með sér en einnig ógnað fjölskyldutengslum, ekki síst foreldra og barna.
Það er aldrei of snemmt að hugsa um það hvort þú ætlar að hafa barnið þitt á brjósti eða ekki. Í dag hafa flestar konur börn sín á brjósti.
Ég skrifaði á síðasta ári pistil um frúktósavanfrásog. Titill pistilsins var bein þýðing á enska orðinu fructose malabsorption, sem er það þegar aðeins lítill hluti ávaxtasykurs kemst úr meltingarvegi í blóð.
Hjartað í okkur hefur því hlutverki að gegna að viðhalda hringrás blóðsins og þar með flutningi súrefnis og næringarefna um líkamann.