Vitleysuvaktin er stöðugt á varðbergi jafnvel að sumarlagi. Vitleysur stinga upp kollinum hvenær sem er ársins og ekki síst á sumrin þegar fæðubótarkaupmenn leggja áherslu á að selja útiíþróttafólkinu þurrkaða matvöru í smáhylkjum eða undraáburði með ýktum loforðum um frábærlega bættan árangur og líðan.
Varðandi sjúkdóma sem tengjast biti af völdum skógarmítla þá vill sóttvarnalæknir upplýsa um eftirfarandi.
Mannslíkaminn er flókinn og það er ótalmargt sem hann afrekar á einum sólarhring.
Algeng fyrirspurn er varðandi það hvenær sé kominn tími til að leita til læknis ef ekki verður getnaður. Það er ekkert eitt svar við því, en þess ber að geta að langflest börn verða til án þess að nokkuð hafi sérstaklega verið hugað að því.
Fiskmeti er algengasta uppspretta Omega-3 fitusýra sem eru mikilvægur þáttur í þroska heila og taugakerfis. Barnshafandi konur, sem borða 340 g eða meira af fiskmeti á viku, auka líkurnar á að eignast greindari og félagslega þroskaðri börn.
Rannsakendur við Harvard School of Public Health (HSPH) hafa þróað svokallað „Healthy Heart Score“ eða ákveðinn Hjartaheilsu stuðul. Þessi stuðull er einföld aðferð þar sem einstaklingar geta áætlað hver hætta þeirra á að þróa með sér hjarta-og æðasjúkdóm næstu 20 árin er, byggt á einföldum lífstílsvenjum.
Rannsóknir á nýrri genameðferð gegn slímseigjusjúkdómi (cystic fibrosis) hafa sýnt að lyfið hefur marktæk áhrif á lungnastarfsemi.
Vaktin hefur m.a. það hlutverk að fylgjast með faröldrum vitleysusjúkdóma.
Þykjustulæknar nota ýmiss konar gervisjúkdóma í starfi sínu. Einn sá nýjasti kallast „Nýrnahettuþreyta“.
Ætlarðu?
Þú getur sko sannarlega „freistað þín” með þessum myntu og súkkulaði smoothie með góðri samvisku því hann er sannarlega sykurlaus og algjör draumur
Yfir 12 þúsund byrjuðu sykurlausir í gær og ætla sér að borða eina sykurlausa uppskrift á dag í 14 daga og þú ættir sjálfsagt að vera með líka!
Stirðir og stífir vöðvar auka líkur á meiðslum, hafa neikvæð áhrif á hlaupastílinn og tefja fyrir því að vöðvarnir nái sér aftur eftir álag.
Pensilín eða penisillín er sýklalyf sem hindrar byggingu veggja baktería og leiðir þannig til dauða þeirra. Pensilín er efni sem er framleitt í sumum tegundum af sveppum og það var einmitt þannig sem efnið uppgötvaðist.
Þótt að það hljómi kannski kaldhæðnislega þá er offitan sá sjúkdómur sem við getum helst gripið inn í og læknað okkur sjálf áður en alvarlegar aukaverkanir fara að hafa áhrif á líkamann.
Kæfisvefn (obstructive sleep apnea, OSA) er algengt vandamál tengt öndun í svefni og benda rannsóknir á að tengsl séu milli þess og aukinnar hættu á beinþynningu og óheilnæmum efnaskiptum í beinum1,2. Kæfisvefn hefur einnig verið tengdur við aðra sjúkdóma s.s. offitu, of háan blóðþrýsting, hjartasjúkdóma og þunglyndi og þess vegna er mikilvægt að greina vandann og meðhöndla.
„Fólk er mjög áhugasamt um þetta verkefni, en það er samt enn ákveðin leynd yfir sjálfsvígum. Þetta er tabú sem erfitt er að ræða og lengi vel var talið að ekki mætti tala um sjálfsvíg í fjölmiðlum af því þá gæti það ýtt undir að einhverjir færu þessa leið, að taka líf sitt.
Tannlæknirinn þinn gæti verið fyrsti heilbrigðisstarfsmaðurinn sem fengi þá grunsemd að þú sért komin(n) með beinþynningu og vísað þér til nánari greiningar í framhaldi af því.
Starfsemi líkamans er stjórnað annarsvegar af viljastýrðum hluta taugakerfisins og hinsvegar af ósjálfráðum hluta (e. autonomic nervous system) þess en þessir tveir hlutar taugakerfisins starfa á afar ólíkan hátt.
Sviti… Já, hann er einn af þessum óþæginlegu einkennilegu fyrirbærum sem við spáum ekkert voða mikið í.
Fyrirgefning er mikið notuð í parameðferð sem og í allri almennri meðferð þar sem unnið er með tilfinningar einstaklings eða einstaklinga. Margir fagaðilar hafa brennt sig á því að skilningur skjólstæðinga þeirra á því hvað fyrirgefning er fer ekki saman við almenna skilgreiningu á fyrirgefningunni. Í þessari grein verður í mjög stuttu máli fjallað um fyrirgefningu, mikilvægi hennar og hvernig best er að skilja hvað hún inniheldur.
Það er að mörgu að hyggja áður en haldið er í fríið á framandi slóðir og eitt af því sem rétt er að huga að er heilsufarið og fullvissa sig eins og hægt er að allt sé með felldu. Það virðist nefnilega vera þannig að hjartavandamál séu ein aðal dánarorsök ferðamanna á ferðalögum.
Nýjung hér á Beinverndarsíðunni er svokallaður Beinráður, áhættureiknir sem metur hversu miklar líkur eru á beinbrotum vegna beinþynningar miðað við tilteknar upplýsingar.
Slitgigt (osteoarthritis) er algengust sjúkdóma í liðamótum. Hún getur komið fram hjá ungu fólki en á síðari hluta ævinnar verður hún ágengari og getur valdið miklum þjáningum og fötlun.
Geðhvörf einkennist af mislöngum tímabilum með þunglyndi eða örlyndi (maníu). Á þessum sjúkdómstímabilum getur sjúklingurinn verið sturlaður, þ.e.a.s. að raunveruleikaskyn hans er brenglað. Fjöldi sjúkdómstímabila er breytilegur frá einni persónu til annarrar, nokkrar fá aðeins eitt tímabil aðrir fleiri. Á milli veikindatímabila er viðkomandi í raun heilbrigður. Það er áætlað að milli 1 og 2 % af þjóðinni sé með geðhvarfasýki.
Lífsstíll okkar hefur oft mikil áhrif á heilsu okkar og velferð. Það er margt í venjum okkar sem hafa slæm áhrif á tannheilsuna og æskilegt að breyta þeim.
Sálfræðiþjónusta SÁÁ er veitt í Von, Efstaleiti 7, í Reykjavík. Tímapantanir eru í síma 530 7600 á skrifstofutíma.