Margir kannast við það hjá sjálfum sér að vera varkár, t.d. ganga úr skugga um hvort rafmagnstæki séu aftengd á kvöldin, hvort nokkuð hafi gleymst að læsa útihurðinni o.s.frv.
Óhófleg tilfinningasemi getur valdið sjúkdómum. Í kínverskum lækningum er fjallað um sjö slíkar tilfinningar.
Ekki eru talin bein tengsl milli streitu og hjartasjúkdóma, en ýmis einkenni sem streita veldur geta þó haft áhrif á hjartað. Krónísk streita er sérstaklega slæm fyrir heilsuna og best að taka á því sem fyrst með því að læra tækni til að minnka streituna, meðal annars með slökun. Vefsíða Go Red for women fjallaði um streitu og hjartasjúkdóma á vefsíðu sinni.
Við Íslendingar eigum ofgnótt af vatni bæði heitu og köldu. Allir Íslendingar þekkja það að fara í heitt bað eða sturtu og ekkert sveitarfélag á Íslandi er án upphitaðar sundlaugar og heitra potta.
Slímhúðarflakk, öðru nafni slímhúðarvilla, hefur fræðiheitið endometriosis. Það er dregið af endometrium sem er heitið á slímhúðinni sem vex mánaðarlega innan í legi kvenna og þroskast þar til þess að mynda beð fyrir frjógvað egg. Hún hverfur svo með tíðablóðinu ef ekki verður þungun og þannig gengur þetta aftur og aftur hvern tíðahring.
Tveir þriðju hlutar kvenna hugsa ekki um hjartaheilsu sína fyrr en eftir fimmtugt en eru sannfærðar um að maki þeirra muni fá hjartaáfall, þó að jafn margar konur og karlar látist sökum hjartasjúkdóma.
Á stundum þegar mótlætið er mikið rifar maður seglin, hægir ferðina, leitar hugsanlega vars og bíður af sér mótvindinn, sleikir sárin, safnar kjarki og þreki.
Það að greinast með hjartabilun getur verið yfirþyrmandi og sjálfur hef ég lifað með henni í tæp tólf ár. Það er vissulega áfall að fá hjartabilun en veröldin þarf ekki endilega að enda þar og með góðri hjálp og góðum upplýsingum má lifa löngu og innihaldsríku lífi en það er kannski öðruvísi en maður hafði hugsað sér.
Á nýfæddum drengjum er forhúðin alltaf þétt upp að kóngnum. Einungis er lítið op fyrir þvagrennsli. Fyrstu mánuðina er forhúðin límd niður á slímhúð reðurhöfuðsins og það á ekki að reyna að draga hana aftur.
Hér er frásögn konu sem tók sig og fjölskylduna í gegn og þetta er alveg ótrúlegt og á eftir að fá marga til að hugsa.
Hjartastopp eru ekki alltaf fyrirvaralaus og skyndileg, samkvæmt rannsókn kynnt á vísindastefnu Amerísku hjartasamtakanna (Scientific Sessions American Heart Association 2013).
"Diabetic Complications Cost Billions." Þessa sláandi fyrirsögn gat nýlega að líta í bandarísku riti um heilbrigðismál.
Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum og látast nærri jafnmargar konur og karlar vegna þessara sjúkdóma
Lesblindueinkenni geta verið gríðarlega breytileg, bæði milli einstaklinga og einnig getur verið dagamunur á lesblindum einstaklingi hvað þetta varðar.
Kossageit (impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum er orsökuð af grúppu A streptókokkum (keðjukokkum).
Ein algengasta orsök veikindafjarvista frá vinnu eða skóla er kvef – venjulegt kvef.
Flestar kenningar um það hvernig bæta megi líf sitt leggja áherslu á mikilvægi þess að geta fyrirgefið enda sé reiði og gremja heilsupillandi fyrir líkama og sál.
Ef barnið pissar undir er mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er býsna algengt fram að 6 ára aldri. Það er því ástæðulaust að hafa af því miklar áhyggjur fyrr en eftir þann aldur.
Mér finnst súkkulaði mjög gott. Ég er sérstaklega hrifin af góðu rjómasúkkulaði og blæs alveg á þær bábiljur að einungis þeir sem aðhyllast mjög dökkt súkkulaði séu sannir súkkulaðiaðdáendur.
Þyngdarstjórnun er mjög mikilvægur hluti þess að viðhalda góðri heilsu. Hún felur í sér að koma í veg fyrir þyngdaraukningu og viðhalda heilbrigðri þyngd.
Lungnakrabbamein eru algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal iðnvæddra vestrænna þjóða. Meinin voru áður tvöfalt algengari hjá körlum en konum, en nú eru þau nánast jafn algeng hjá báðum kynjum.
Árið 1972 ritaði Björn L. Jónson læknir grein í ritið Heilsuvernd undir þessari yfirskrif „hvítur sykur og krabbamein“. Það er mjög áhugavert að lesa þessa 42ja ára gömlu grein um efni sem á jafnvel betur við í dag en fyrir 42. árum. Þessa grein má einmitt lesa hér inná vef NLFÍ (sjá heimildir).
Strangar reglur um hvað má borða eða hversu mikið geta kallað fram þráhyggjuhugsanir um mat, og sterka löngun í það sem á bannlistanum er (food craving). Það getur leitt til öfga milli þess að borða yfir sig af óhollustu, og þess að vera enn strangari við sig. Samviskubit og líkamleg og andleg vanlíðan fylgja í kjölfarið.
Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill bráðsmitandi sníkjuormur sem getur sýkt fólk á öllum aldri þótt hann sé algengastur í börnum. Barn sem sýkt er af njálg á því auðvelt með að smita t.d. aðra í fjölskyldunni.