Fréttir
D-vítamínbætta léttmjólkin hefur klætt sig í sparifötin til að vekja athygli á söfnun fyrir beinþéttimæli
D-vítamínbætta léttmjólkin hefur klætt sig í spariföt til að vekja athygli á söfnuninni og fyrir hvern seldan lítra renna 15 krónur til hennar.
Uppgjör bólusetninga barna á árinu 2013
Út er komin skýrsla um þátttöku barna í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2013.
Áhugaverðar samræður við vini hvetjandi fyrir heilann
Það er ýmislegt hægt að gera til að þjálfa minnið og halda heilanum almennt í þjálfun. Hérna eru sex ráð frá Samtökum eftirlaunafólks í Bandaríkjunum, en þau koma heim og saman við helstu umfjöllunarefnin á ráðstefnu um Alzheimer sem var haldin í Kaupmannahöfn fyrr í sumar.
Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna 10. september
Í tilefni Alþjóðadags sjálfsvígsforvarna miðvikudaginn 10. september 2014 verður haldin málstofa í Iðnó um þagnarhjúpinn sem skapast hefur um sjálfsvíg
Nýir augasteinar úr plasti
Það færist í vöxt að fólk fari í aðgerðir til að fá nýja augasteina, en slíkar aðgerðir eru núna algengustu augnskurðaðgerðir sem gerðar eru á landinu. Á síðasta ári fengu rúmlega 1800 eintaklingar nýjan augastein, en aðgerðir þar sem skipt er um augastein í fólki eru gerðar á fjórum stöðum á landinu.
Saman gegn matarsóun
Fjöldi fyrirlesara flytja stutt erindi um málefnið, þar ber hæst að nefna Selinu Juul og Tristram Stuart sem eru mikið baráttufólk gegn matarsóun. DJ Sóley sér um tónlist, Þórunn Clausen leikles úr bókunum um Smjattpattana og andlitsmálning verður fyrir börnin. Fjöldi fyrirtækja, samtaka og frumkvöðla kynna sínar lausnir og hugmyndir til að vinna gegn matarsóun.
Íslenskt bygg til manneldis
Miklar framfarir hafa orðið í kornrækt á Íslandi á síðasta áratug. Bygg er nú ræktað í öllum landshlutum og bændur hafa náð betri tökum á ræktuninni en áður.
Samspil matar og lyfja
Matur og lyf fara sömu leið í gegnum meltingarveginn og til vefja líkamans. Því getur matur haft áhrif á upptöku, og þar með virkni, lyfja en einnig geta lyf dregið úr upptöku næringarefna og þannig valdið næringarefnaskorti þegar um langtímanotkun lyfja er að ræða.
Garðar Gunnlaugsson hefur verið að taka inn Amino Collagen duft og er afar ánægður með það
„Ég er 31 árs, í sambúð með Ölmu Dögg og á 3 börn. Ég er að vinna sem auglýsingastjóri hjá Birtíngi útgáfufélagi og spila einnig fótbolta með ÍA á Akranesi.
Hvað eru nýrnasteinar?
Nýrnasteinar eru smáar harðar útfellingar kalsíumkristalla sem safnast fyrir í nýrnaskjóðu. Nýrnaskjóða rennur saman við þvagleiðara sem nær niður í þvagblöðru.
Lækkum álögur á hollustu og takmörkum aðgengi að óhollustu
Vegna umræðu í fjölmiðlum að undanförnu um afnám sykurskatts vill Embætti landlæknis koma því á framfæri að það telur ekki farsælt út frá sjónarmiðum heilsueflingar að lækka álögur á óhollustu eins og gosdrykki og sælgæti því það geti haft í för með sér aukna neyslu á þessum vörum.
Ebóla
Eins og flestum er eflaust kunnugt geisar ebólu-faraldur í Vestur-Afríku. Núverandi faraldur hófst í Gíneu í desember 2013 og hefur breiðst út til Líberíu, Síerra Leóne, Nígeríu og sennilega fleiri landa á þessu svæði.
Óskað eftir tilnefningum til Fjöreggs MNÍ frestur til 9. september
Þekkir þú til fyrirtækis, sprotafyrirtækis eða stofnunar sem sýnt hefur frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði?
Viðar Bragi Þorsteinsson keppti í Ironman, hann gaf sér tíma í smá viðtal
„Ég er 40 ára, giftur til 20 ára með 3 börn tvær dætur 20 ára, 15 ára og son 4 ára. Menntaður rafiðnfræðingur, starfa hjá Íslenskri erfðagreiningu við viðhald, uppsetningar og forritun á þjörkum og öðrum rannsóknartækjum. þá sé ég um þríþrautarþjálfun hjá Þríkó og hef verið að hjálpa ansi mörgum að undanförnu að þjálfa sig fyrir Ironman.“
Hefur þú fengið kransæðastíflu?
Leitað er eftir þátttakendum af báðum kynjum 60 ára og yngri til að taka þátt í rannsókn á andlegri líðan eftir hjartaáfall og áhrifum þess.
Ingibjörg Gunnarsdóttir hlýtur Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2014
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir 2014 voru afhent á Rannsóknaþingi Rannís föstudaginn 29. ágúst. Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, afhenti Ingibjörgu verðlaunin.
Brostin hjörtu
Reglulega berast okkur til eyrna fregnir af fólki sem deyr skyndilega og fyrirvaralaust, sumir hverjir langt fyrir aldur fram og okkur verður ljóst að
Ein verstu byrjendamistökin eru að mæta fastandi á æfingu
Viðtal við Fríðu Rún næringarfræðing í Fréttatímanum.
Heilsufarsleg áhrif eldgosa
Í tilefni af nýju eldgosi norður af Vatnajökli þá vill sóttvarnalæknir upplýsa um heilsufarsleg áhrif eldgosa.
Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur sendi nýlega frá sér bók um næringu í íþróttum og heilsurækt
Fríða Rún svarar hér nokkrum spurningum um næringu og hreyfingu og bakgrunn hennar sjálfrar.
Ólífuolía góð fyrir hjartað og langvarandi bólgur
Öll þekkjum við ólífuolíu en mörg okkar gera sér ekki grein fyrir því hvað þau efni sem eru í ólífuolíunni geta haft góð áhrif a okkur á svo ótal marga vegu. Ekki bara að ólífuolían sé sérlega góð fyrir hjarta og æðakerfið heldur er hún líka sérlega góð við langvarandi bólgum sem talin er hafa mikil áhrif á marga sjúkdóma og þar á meðal hjarta og æðasjúkdóma.
Er búið að finna lækningu við vefjagigt?
Vísindamenn hafa fundið uppruna sársauka hjá sjúklingum með Vefjagigt og þvert á móti því sem margir halda, þá er uppruninn ekki í heilanum. Þessar niðurstöður merkja enda á áratuga gamla ráðgátu um sjúkdóminn þar sem margir læknar töldu að hann væri ímyndun ein.