Fara í efni

Fréttir

Logi Geirsson

Logi Geirsson fyrrum atvinnumaður í handbolta í skemmtilegu viðtali

Logi Geirsson spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi nánar tiltekið með Lemgo og lék einnig með landsliði Íslands um árabil.
Astmi í börnum

Astmi í börnum

Astmi er sjúkdómur sem einkennist af bólgum í berkjum lungnanna. Bólgurnar valda aukinni viðkvæmni í berkjunum, svokallaðri berkjuauðreitni og einnig slímmyndun og vöðvasamdrætti í sléttum vöðvum berkjanna. Þetta leiðir til þrenginga í berkjum sem valda einkennum þar sem útöndunarteppa með andþyngslum, eða hvæsiöndun, og langvarandi hósti eru mest áberandi.
Heimildirnar sem Inga vísar í eru afar misjafnar.

Meira um Food Detective og greiningu fæðuóþols

Þegar greiningarpróf eða mælitæki fyrir sjúkdóm er þróað verður að meta gildi þess og áreiðanleika. Ekki ætti að markaðssetja mælitæki nema það hafi staðist slíkt mat. Matið þarf að fara fram á fleiri en einni rannsóknastofu og framkvæmt af fleiri en einum rannsóknahópi sem eru óháðir hver öðrum.
Glúkósi er orkuefni sem við fáum úr strásykri

Hvernig var þetta aftur með sykurstuðulinn?

Glúkósi er orkuefni sem við fáum úr strásykri, ávöxtum, hveiti, pasta og öðrum kolvetnaríkum matvælum. Insúlín er hormón sem framleitt er í briskirtlinum. Því er seytt út í blóð þegar glúkósinn í blóðinu (blóðsykurinn) hækkar. Insúlín hjálpar frumum líkamans að taka sykurinn upp úr blóðinu og nýta hann sem orkugjafa eða geyma hann sem orkuforða.
Frjókornaofnæmi er afar hvimleitt

Frjókorn og frjónæmi

Flest hlökkum við til vorkomunnar og fögnum því þegar dagana lengir, tré og runnar blómgast og grasið grænkar. Þeir sem eru með frjónæmi og frjókvef horfa þó til sumarsins með blendnum tilfinningum.
Fjölbreytni í mataræði er mikilvæg

Mataræði og gigt

Mataræði sem byggir á ráðleggingum Lýðheilsustöðvar leitast við að hafa áhrif á tíðni ýmissa sjúkdóma í þjóðfélaginu og tryggja fólki góða næringu þannig að líkaminn fái það sem hann þarf og haldi sinni kjörþyngd.
Kristbjörg Halla Magnúsdóttir

Við hvern er ég að tala ?

Þegar ég hef þurft að sækja mér þjónustu þá hef ég gengið út frá því að ég sé að tala við fagfólk.
ADHD markþjálfinn hjálpar skjólstæðingum sínum

Hvað er ADHD markþjálfun

ADHD markþjálfun er samvinna milli markþjálfans og skjólstæðings
Bergljót Arnalds

Bergljót Arnalds rithöfundur og leikkona gaf sér tíma í smá spjall

Þessa dagana er hún að leika í mynd Marteins Þórssonar, Á morgun verðum við eitt, og sækir söngnám hjá Complete Vocal Technic.
fæðuóþolspróf

Rangfærslum um fæðuóþolsprófið svarað með rökum

Það er ekki sjaldan að forsvarsmenn óhefðbundinna og iðullega ónýtra heilsulausna nota upptalningar á birtum greinum söluvöru sinni til stuðnings.
punktaletur lesið

Hvernig lesa blindir og hvað er punktaletur?

Punktaletur er upphleypt letur sem byggt er á sex punktum. Hægt er að raða punktunum upp á 63 mismunandi vegu og mynda þannig 63 mismunandi tákn. Þannig er hægt að mynda alla stafi stafrófsins, tölustafi, greinarmerki og alls kyns tákn.
Fæðingardeildin

Hvenær byrjar fæðingin?

Á seinustu vikum eða dögum fyrir fæðinguna finnur þungaða konan fyrir ýmsum breytingum. Í fyrsta lagi sígur legið niður. Þrýstingurinn undir bringspölum og á rifin minnkar, og konan finnur aukinn þrýsting ofan í grindina og á þvagblöðruna. Einnig eykst oft útferð og verður þykk og slímkennd.
Blóðsykur mældur

Sykursýki og aldraðir

Þegar fjallað er um sykursýki hjá öldruðum er ekki úr vegi að reyna að skilgreina í fyrsta lagi hvað er að vera aldraður og í öðru lagi hvað er sykursýki.
Gláka er augnsjúkdómur

Hvað er Gláka ?

Gláka er augnsjúkdómur sem lýsir sér í rýrnun (skemmd) í sjóntauginn sem oft tengist hækkuðum þrýstingi í auganu en það er þó ekki algilt.
Hér má sjá algenga staði þar sem gigt kemur

Gigt og meðferð

Hvað er gigt?
það er svo leiðinlegt að geta ekki sofnað

Svefnleysi: hvað get ég gert til að sofa betur?

Svefnleysi eða að vera andvaka (insomnia) er samheiti yfir truflun á svefni. Þeir sem þjást af svefntruflunum geta ýmist átt í erfiðleikum með að sofna og eða vakna upp að nóttu og sofna ekki aftur. Eins lýsa sumir svefntruflunum þannig að þeir vakna of snemma að morgni og sofna ekki á ný. Þetta er tiltölulega algengt vandamál.
Helgi sjálfur, hress að vanda

Helgi Jean Claessen á lauf léttu nótunum

Hann Helgi er ritstjóri menn.is sem er eitt vinsælasta afþreyingarsvæði fyrir ungt fólk á Íslandi. Einnig hefur Helgi gefið út nokkrar bækur og hann var í sjöunda sæti yfir eftirsóttustu piparsveina landsins skv kosningu á bleikt.is árið 2011. Helgi segir það vera sitt stoltasta afrek í lífinu.
konur og hjartaáföll

Fá konur verri meðferð við hjartaáfalli en karlar?

Oft hefur verið rætt um að hugsanlega sé munur á því hvernig konur og karlar eru meðhöndluð þegar kemur að hjartanu. Axel F. Sigurðsson hjartalæknir á mataraedi.is fór lauslega yfir niðurstöður rannsóknar sem gerð var um málið og birt fyrir um tveim árum síðan, en gefum Axel orðið.
Þetta er ekki fallegt að sjá, raki og mygla.

Raki og mygla

Hvers vegna þarf að huga að raka og myglu?
Það er afar hvimleitt að liggja í flensu

Flensur og aðrar pestir - 7. vika 2014

Fjöldi þeirra sem greinast með inflúensu fer nú hratt vaxandi, eins og kemur fram í fjölda tilkynninga um inflúensulík einkenni að mati lækna.
Barn með mígreni í höfði

Mígreni í kvið

Mígreni í kvið á frekar við um nýfædd börn, ungabörn, börn og unglinga.
Hilda Jana Gísladóttir

Ég átti alltaf leið til baka

Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpskona hefur vakið athygli fyrir störf sín á sjónvarpsstöðinni N4.
Kristbjörg Halla Magnúsdóttir

Hvernig konur fara í áfengismeðferð ?

Um þriðjungur þeirra sem leita til SÁÁ eru konur. 4% íslenskra kvenna 15 ára og eldri hafa komið á sjúkrahúsið Vog, um 7000 einstaklingar frá upphafi og yfir 500 konur á ári.
Hálsbólga

Hálsbólga

Hálsbólga er sýking í hálskirtlum og umhverfis þá. Bæði veirur og bakteríur geta valdið hálsbólgu. Hálsbólga getur komið fram ein og sér en fylgir oft öðrum sýkingum til dæmis flensu og einkirningasótt. Hálsbólga leggst á alla aldurshópa en helstu einkenni hennar eru særindi í hálsi og eymsli við að kyngja. Ef sýkingin er af völdum bakteríu þarf stundum að gefa sýklalyf við henni.