Fara í efni

Greinar

Sunlaugin á Laugarvatni

Er hugarfarið að breytast?

Níu af síðastiðnum tíu árum hef ég komið í sumarbústaðabyggðina í Brekkuskógi, rétt austan við Laugarvatn. Ég hef verið hér á hinum ýmsu tímum yfir sumarmánuðina en oftar en ekki í byrjun ágúst. Ég hef alltaf hlaupið eitthvað en hlaupin hafa orðið sífellt stærri hluti af mínum lífsstíl sl. þrjú ár.
Mataræði og hjartasjúkdómaritill

Mataræði og hjartasjúkdómaritill

Það er óumdeilt að það sem við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar og líðan. Jafnvel er líklegt að þáttur mataræðis sé vanmetinn þegar kemur að heilsu og forvörnum. Þegar gefa þarf ráðleggingar um mataræði vandast málið hins vegar því næringarfræði er umfangsmikil og margsnúin fræðigrein og rannsóknir á mataræði og áhrifum þess eru vandasamar. Þess vegna eru fræðimenn ekki alltaf sammála um hvað sé best að borða til að forðast sjúkdóma og halda góðri heilsu.
Steik

Lágkolvetna mataræðið: Til hvers?!

Enn og aftur sjáum við sjálfmenntaða einstaklinga eða talsmenn fyrirtækja koma fram á sjónarsviðið með töfralausnir byggðar á fölskum forsendum. Ekki er langt síðan nammi frá einum framleiðandanum var kallað hollustuvara og fyrir nokkrum árum fór fram risastór markaðsherferð á dísætu morgunkorni og það kallað hollustuvara. Nú síðast er það nýútkomin bók um kolvetni, eða réttara sagt um kolvetnaskort sem leysa á allan vanda. Alltaf skal alið á fáfræði neytenda og fólk dregið á asnaeyrum enda auðveldast að draga þá á asnaeyrunum sem hvaða minnsta þekkingu hafa og eru með hvað minnst sjálfstraust.
Lýðheilsa, hinn pólitíski þáttur læknisfræðinnar

Lýðheilsa – Grunnur að Heilbrigðu Samfélagi

Faglærðir lýðheilsufræðingar á Íslandi eru um eitt hundrað talsins og eru þeir velflestir félagar í Félagi lýðheilsufræðinga, fagfélagi og starfa í þágu lýðheilsu víðs vegar um samfélagið.
Fólk getur dáið af ofnæmi

Hvað getur komið í staðinn fyrir fisk, skelfisk, egg, hveiti, mjólk og hnetur.

Þegar einstaklingur greinist með ofnæmi fyrir tiltekinni matvöru kemur oft upp sú spurning „hvaða næringarefnum er barnið mitt eða ég að missa af.“ Þetta eru algeng og eðlileg viðbrögð og verður leitast við að svara þessari spurningu út frá næringarlegu sjónarmiði. Einnig að koma með tillögur að öðrum matvælum til að tryggja góða næringarlega samsetningu mataræðisins og góða fjölbreytni.
Þjálfari að störfum

Er íþróttafræðimenntun nú til dags bara grín og réttindin fengin úr Cheeriospakka?

Sem „gömlum" íþróttakennara hefur mér þótt verulega sárt að sjá hvernig starfsstétt íþróttafræðinga og íþróttakennara hefur dottið út úr samfélagslegri umræðu síðastliðin 20 ár. Þegar ég útskrifaðist frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1992 þótti íþróttakennari nokkuð merkilegur titill. Í dag má þakka fyrir að íþróttakennarar og íþróttafræðingar fá vinnu á heilsuræktarstöðvum landsins, ja a.m.k. sumum þeirra.
Sykur

Sykur, sykurstuðull og sykurálag

Það eru margar ástæður fyrir því að íslenskar ráðleggingar hafa lagt upp með að borða sem minnst af sykri og að viðbættur sykur ætti ekki að vera meira en 10% af heildarhitaeininganeyslu hvers dags. Ein þessara ástæðna er bólgumyndandi áhrif sykraðra matvæla t.d. á hjarta- og æðakerfi og tengsl ofneyslu á sykri við áföll í hjarta- og æðakerfinu.