Fara í efni

Greinar

Hrefna Guðmundsdóttir

Til foreldra fermingarbarna

Síðastliðin vor hef ég hitt fermingarbörnin í borgaralegri fermingu til að ræða um hamingjuna og ábyrgð á eigin viðhorfum. Það er sem sagt vorboðinn hjá mér að fá að hitta þetta kraftmikla, efnilega fólk.
Viðbættur sykur mjög algengur í matvælum

Mataræði Íslendinga

Minna er af mettaðri & transfitu og transfita er næstum horfin úr íslenskum fæðutegundum.
SagaPro er fæðubótarefni unnið úr hvannalaufum.

Hefur SagaPro einhverja virkni?

Engar rannsóknir studdu þessar fullyrðingar framleiðandans og engin þekkt innihaldsefni gefa beina vísbendingu um slíka verkun en markaðssetningin byggðist á vitnaleiðslum þ.e. einstaklingar komu fram í auglýsingum og lýstu góðri reynslu sinni af vörunni.
Hásinarslit (Achilles tendon rupture)

Hásinarslit (Achilles tendon rupture)

Vandamál í hásin eru algeng samanborið við aðrar sinar líkamans en slit á hásin er hins vegar sjaldgæfara. Slit á hásin er algengara hjá körlum en konum.
Fæst okkar lifa fullkomlega heilbrigðu lífi

Hornsteinar heilbrigðs lífs

Umræðan um heilbrigt líf er oft misvísandi þannig að erfitt er að átta sig á hvað er heilbrigt og hvað ekki. Hvað „má“ og hvað „á„ að gera til að halda góðri heilsu. Mikilvægt er að átta sig á að góð heilsa samanstendur af mörgum þáttum. Hornsteinar heilbrigðs lífs felast í reglulegri hreyfingu, góðri næringu, endurnærandi svefni, hugarró og góðum félagslegum samskiptum.
Þessi fótaböð eru því hrein blekking.

Detox fótaböð til að afeitra.

Fótaböð til að afeitra líkamann hafa verið til sölu í a.m.k. 10 ár. Þau eru til frá tugum framleiðenda frá flestum heimshornum og ganga undir mörgum nöfnum eins og t.d. „Aqua Detox“, „Detox Foot SPA“ og „Detox life“.
Plástrarnir eru því hrein blekking.

Lifewave plástrar blekkja fólk.

Lifewave plástrar eiga sér engan vísindalegan grunn en eru sveipaðir í vísindalegan hjúp til að
Fríða Rún Þórðardóttir

Alþjóðlegur dagur fæðunnar var þann 16. október

Markmiðið með deginum er að vekja athygli umheimsins á hungri í heiminum og landbúnaðarframleiðslu, og að auka samvinnu og tækniþróun í vanþróuðum löndum og samfélögum.
Teitur Guðmundsson, Læknir . MD

Rislágir karlar

Þegar maður veltir fyrir sér karlmennsku og því sem hana skilgreinir þá fær hver og einn eflaust einhverja mynd upp í hugann.
Maria Björk Óskarsdóttir : eigandi NÝTTU KRAFTINN

Ertu á krossgötum í leit að nýjum tækifærum?

Hver á sér ekki þann draum að fá og upplifa draumastarfið?
Bleika slaufan

Bleikur október

Í október á hverju ári fer fram söfnun til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Bleika slaufan er merki þessarar söfnunar og er seld út um allt land í verslunum, apótekum, bensínstöðvum og meira að segja í leigubílum sem bera bleikt ljós á toppnum einnig til að sýna sinn stuðning við bleikan október.
Hvernig skilgreinum við grænmetisætu

Grænmetisætur (vegetarian)

Þótt orðið feli í sér að grænmetis sé neytt, leggur skilgreiningin höfuðáherslu á það sem sem ekki er borðað.
Talið er að anthocyanin geti víkkað út slagæðar

Konur, ber og hjartasjúkdómar

Áhættuþættir kransæðasjúkdóms hafa löngum verið óljósari meðal kvenna en karla.
Ísland er sjálfbært land og grænt

Edengarðar Íslands - opið bréf til auðlindaráðherra

"Skemmst er frá því að segja að hann gerði ekkert af þessu - sagði ekki orð um sjálfbæra matvælaframleiðslu heldur bullaði bara eitthvað og sagði sögu af bóndakonu sem hefði boðið fólki í mat
Fræða þarf stúlkur og verðandi mæður um mataæði.

Líkamsþyngd og meðganga

Hugtakið "circulus vitiosus" er stundum notað til að útskýra undirliggjandi orsakir ýmissa læknisfræðilegra vandamála og sjúkdóma. Á íslensku er orðið
Það er munur á matardagbók og lystardagbók

Átak eða lífsstílsbreyting, öfgar eða hófsemi.

Ég hef áður skrifað nokkra pistla um muninn á ytri og innri stýringu þegar kemur að því að velja mat og borða. Ytri stýring eru reglur, boð og bönn, sem við fylgjum af sannfæringu með viljastyrkinn að vopni. Innri stýring er það að hlusta á líkamann, svengd og seddu, löngun í mat fyrir máltíð og líðan eftir máltíð. Ekki í þeim tilgangi að láta undan öllum löngunum strax, heldur til að skoða og meta út frá heildarhagsmunum okkar til framtíðar. Ég hef líka skrifað pistla um muninn á matardagbók og lystardagbók. Matardagbók er skráning á tegund og magni fæðu á meðan lystardagbók er skráning á svengd og seddu, tilfinningum og hugsunum.
Þunglynd kona

Skammdegisþunglyndi. Ert þú með svoleiðis?

Oft er sagt að ekkert sé nýtt undir sólinni og það gildir sannarlega um skammdegisþunglyndi.
Lýðheilsa í nýju aðalskipulagi

Ójöfnuður í samfélögum

Í þessari grein verður áfram fjallað um nýlega ráðstefnu um ójöfnuð
Hreyfing er bara af hinu góða

Veðrið er betra en þú heldur!

Gildi hreyfingar fyrir heilbrigði okkar hefur margoft verið rannsakað. Flest vitum við að okkur er uppálagt að hreyfa okkur alla daga. Það ætti að vera okkur jafn sjálfsagður hlutur og að bursta tennurnar daglega.
Börn að leik

Hreyfing barna: Góð heilsa og vellíðan allt lífið

Lífsstílssjúkdómar byrja ekki á fullorðinsaldri heldur snemma á lífsleiðinni. Börn og unglingar eru oft komin með breytingar á kransæðum sem leitt geta til hjartasjúkdóma áratugum síðar.
Teitur Guðmundsson, Læknir . MD

Hættulegar uppfinningar fyrir heilsuna

Þegar maður horfir um öxl á tækninýjungar sem hafa orðið á undanförnum árum er ekki hægt annað en að dást að elju og uppfinningasemi okkar mannanna. Margar af þeim nýjungum hafa valdið algerum straumhvörfum í lífi okkar, ekki síst á vesturlöndum þar sem lífslíkur hafa aldrei verið hærri. Möguleikar læknisfræðinnar aukast ár frá ári í að takast á við sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál en þar leika þróun meðferða, lyfja og tækjabúnaðar aðalhlutverkin auk fjölda umhverfisþátta.
Við getum gert ýmislegt til að bæta svefninn.

Svefnráð

Í umræðu um heilbrigt líf hefur mikil áhersla verið á hreyfingu og mataræði. Svefninn er ekki síður mikilvægur þáttur í góðri heilsu og viðist stundum gleymast. Á meðan við sofum fer fram mikið starf í líkamanum. Þá á sér stað mikil endurnýjun fruma sem er nauðsynleg til vaxtar og viðhalds.
Ertu opin fyrir því óhefðbundna?

Ertu opin fyrir því óhefðbundna?

Þessa spurningu fæ ég gjarnan þegar ég fer í nudd. Ég á ekki auðvelt með að svara henni, því þó ég hafi miklar efasemdir um meðferðir sem ekki hafa vísindalegan grunn, er ég vissulega opin fyrir því að skoða nýjar (eða ævafornar) meðferðarleiðir. Og það er þannig sem vísindamenn eiga að vera. Þeir eiga að vera opnir fyrir nýrri þekkingu, opnir fyrir því að prófa nýjar (og ævafornar) aðferðir vísindalega, prófa hvort þær standast vísindalega skoðun. Geri þær það eiga þeir að taka þeim opnum örmum, innlima þær í hið hefðbundna heilbrigðiskerfi.
Risahvön er notuð í matargerð í Írak

Smáskammtalyf, grasalyf, hefðbundin lyf, aukaverkanir og ofnæmi

Smáskammtalyf geta verið úr jurtum, dýrum, steinum, mold eða jafnvel mykju, en flest eru þau úr jurtum. Hugmyndin á bakvið smáskammtalyf er að það sem veldur einkennum (kvefi, verkjum, hita eða alvarlegum sjúkdómum), geti læknað þessi sömu einkenni, ef það er gefið á nógu útþynntu formi.