Ester Ýr Jónsdóttir er lífefnafræðingur að mennt og framhaldsskólakennari. Í dag starfar hún sem verkefnastjóri hjá NaNO hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ester Ýr er gift og á tvo hunda.
Mjaðmagrindina má kalla miðju mannslíkamans. Það er alltaf einhver þungi á mjaðmagrindinni hvort sem við sitjum, stöndum eða liggjum.
Prótein eru orkugefandi næringarefni og inniheldur hvert gramm próteins 4 hitaeiningar. Prótein gegna fjölþættum hlutverkum í líkamanum en þó er þörf okkar fyrir prótein tiltölulega lítil. Hæfilegt er að við fáum um 10-20% heildarorku okkar yfir daginn úr próteinum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að meðalþörf manna á próteinum er um 0,8 grömm á hvert kíló líkamsþyngdar, þannig að 80 kg maður þarf um 64g af próteinum á dag. Samkvæmt landskönnun á mataræði Íslendinga sem var gerð 2010-2011 gefa prótein að meðaltali um 18% af heildarorku dagsins og er próteinneysla íslenskra karlmanna að meðaltali 106 grömm á dag og kvenna 75 grömm á dag.
Hver eru skaðlegu áhrif ljósabekkjanna?
Þær María Björk Óskarsdóttir viðskiptafræðing og Sigríður Snævarr sendiherra eru tvíeykið á bak við Nýttu kraftinn sem starfað hefur með árangursríkum hætti frá árinu 2008 og hafa um 1.100 manns komið á námskeið til þeirra frá upphafi. Bókina byggja þær á aðferðafræði sinni og reynslu af námskeiðunum.
Athugasemdir við ófullægjandi og einhliða svör um óhefðbundnar meðferðir.
Það var fyrir um 200 árum að þýskur læknir, Samuel Hahnemann að nafni, kynnti tilgátu að lækningaaðferð sem hann kallaði hómeópatíu.
Þrátt fyrir að heilsusamlegur lífsstíll og hreyfing minnki áhættuna á hjartaáfalli, þá virðist fólk sem hefur nú þegar fengið hjartaáfall eða heilablóðfall ekki endilega breyta lífsháttum sínum til að minnka líkurnar á öðru slíku. Þetta sýnir rafræn könnun sem gerð var í Kanada.
Það er ekki að ástæðulausu sem fólk ákveður að kaupa háraliti sem gera út á það að vera náttúrulegir, lífrænir eða án ýmis konar efna. Margir hafa ofnæmi, eru að hugsa um heilsuna og umhverfið. Því er leitt að sjá að flestir þessara lita innihalda óæskileg efni og eru því auglýstir á fölskum forsendum.
Hversu öruggar eru aðgerðirnar sem framkvæmdar eru hjá Sjónlagi? Hvaða tækni er notuð? Hvaða augnskjúkdómar geta herjað á okkur, hvers vegna og hvað er hægt að gera? Hvað veldur nærsýni? En fjarsýni? Hvað með sjónskekkju?
Bein eru lifandi vefur sem byggir styrk sinn að stórum hluta á kalki.
Hægt er að skilgreina kynhvöt sem tilfinningu eða líðan
Eitt vitum við öll varðandi það að losna við aukakílóin – það er EKKI auðvelt.
Oft hefur verið rætt um að konur fái stundum ekki dæmigerð einkenni frá hjarta heldur geti bakverkir og meltingaróþægindi verið vísbending um hjartavandamál.
Astmi er sjúkdómur sem einkennist af bólgum í berkjum lungnanna. Bólgurnar valda aukinni viðkvæmni í berkjunum, svokallaðri berkjuauðreitni og einnig slímmyndun og vöðvasamdrætti í sléttum vöðvum berkjanna. Þetta leiðir til þrenginga í berkjum sem valda einkennum þar sem útöndunarteppa með andþyngslum, eða hvæsiöndun, og langvarandi hósti eru mest áberandi.
Kanadískir vísindamenn kynntu nýlega rannsóknarniðurstöður sem benda til þess að regluleg inntaka vítamína og steinefna geti lækkað hættuna á ristilkrabbameini í rottum.
Glúkósi er orkuefni sem við fáum úr strásykri, ávöxtum, hveiti, pasta og öðrum kolvetnaríkum matvælum. Insúlín er hormón sem framleitt er í briskirtlinum. Því er seytt út í blóð þegar glúkósinn í blóðinu (blóðsykurinn) hækkar. Insúlín hjálpar frumum líkamans að taka sykurinn upp úr blóðinu og nýta hann sem orkugjafa eða geyma hann sem orkuforða.
Flest hlökkum við til vorkomunnar og fögnum því þegar dagana lengir, tré og runnar blómgast og grasið grænkar. Þeir sem eru með frjónæmi og frjókvef horfa þó til sumarsins með blendnum tilfinningum.
Mataræði sem byggir á ráðleggingum Lýðheilsustöðvar leitast við að hafa áhrif á tíðni ýmissa sjúkdóma í þjóðfélaginu og tryggja fólki góða næringu þannig að líkaminn fái það sem hann þarf og haldi sinni kjörþyngd.
Þegar ég hef þurft að sækja mér þjónustu þá hef ég gengið út frá því að ég sé að tala við fagfólk.
Oft hefur mikið gengið á áður en fólk er tilbúið að stíga þessi þungu skref að fara í áfengismeðferð.
ADHD markþjálfun er samvinna milli markþjálfans og skjólstæðings
Punktaletur er upphleypt letur sem byggt er á sex punktum. Hægt er að raða punktunum upp á 63 mismunandi vegu og mynda þannig 63 mismunandi tákn. Þannig er hægt að mynda alla stafi stafrófsins, tölustafi, greinarmerki og alls kyns tákn.