Borðaðu eins og þú elskir líkamann.
Stutta svarið er: Laktósafríar mjólkurvörur eru ekki hollari en venjulegar mjólkurvörur, enda er næringarinnihald beggja tegunda mjög svipað. Laktósafríar mjólkurvörur eru þó ákjósanlegur valkostur fyrir fólk sem hefur mjólkursykuróþol.
Fæðuráðleggingar ætlaðar almenningi eru gefnar út í flestum löndum og er markmið þeirra að stuðla að auknu heilbrigði og jafnvægi í orku- og næringarefnainntöku.
Það sem við setum á okkur og ofaní okkur skiptir svo sannarlega máli.
Samkvæmt nýjustu landskönnun á mataræði sex ára barna 2011-2012 hafa matarvenjur sex ára barna þokast í átt að hollari venjum í samanburði við landskönnun 2001-2002.
Fita inniheldur töluvert meiri orku en kolvetni og prótein gera, eða um tvöfalt meiri. Of mikil fita úr fæðu er auk þess líklegri til að safnast á líkamann sem fituforði í fitufrumum líkamans en mest er af fitufrumum undir húðinni. Það má ekki gleyma því að við þörfnumst fitu úr fæðunni en hófsemi í fituneyslu er þó best til langframa, eins og hófsemi er á öðrum sviðum.
Fullyrðingar geta verið gagnlegar við markaðssetningu matvæla, bæði fyrir seljendur til að koma áleiðis skilaboðum um eiginleika og samsetningu vara og fyrir neytendur við val á matvælum. En þar sem þessar upplýsingar eru ekki að koma frá hlutlausum aðilum er mikilvægt að regluverk tryggi að neytendur séu ekki blekktir.
Færðu stundum sterka löngun í eitthvað ákveðið að borða og þér finnst þú bara hreinlega ekki komast af ef þú færð þetta ekki?
Kannanir hafa leitt í ljós að mataræði margra aldraðra er bágborið og langt frá því að samræmast almennum manneldismarkmiðum. Þannig sýndi bandarísk könnun fram á að 18% aldraðra neytir aldrei gænmetis og þriðjungur aldrei ávaxta.
Bláber hafa áhrif á blóðþrýstinginn og þær æðar sem að eru að mynda stíflur.
Kolvetni eru mikilvægur hluti af fæðunni. Þau eru nauðsynleg til þess að orkuefnaskipti líkamans gangi eðlilega fyrir sig.
Ef við neitum okkur ítrekað um mat sem okkur langar í, eða við þörfnumst, getum við smám saman orðið uppfull af skortstilfinningu og sjálfshöfnun.
Á námsárum mínum í Auburn háskólanum í Bandaríkjunum, naut ég þeirra forréttinda að vinna með dr. Margaret Craig-Schmidt, prófessor sem hefur mikinn áhuga á ómega-3 fitusýrum, einkum docosahexaenoicsýru (DHA).
Það má segja um sykur að hann er ekki „illur“ því að sykur má finna í ansi mörgum tegundum af mat, eins og t.d ávöxtum og mjólk.
Hérna í denn þá var salatið okkar yfirleitt á þessa leið: full skál af iceberg káli, gulrótum, nokkrum sneiðum af tómötum, smá lauk og gúrku.
Næringarfræði er ung fræðigrein og næringarfræðingar eru enn að komast að því hvaða áhrif næringar- og orkuefni hafa á hin ýmsu kerfi líkamans.
Hér er frásögn konu sem tók sig og fjölskylduna í gegn og þetta er alveg ótrúlegt og á eftir að fá marga til að hugsa.
Í janúar langar marga að leggja áherslu á léttara fæði eftir allar kræsingarnar yfir hátíðarnar, en það getur verið erfitt að skipta um gír og kveðja löngun í sætindi og sukk. Þá virkar oft vel að taka fyrstu dagana með trukki.
Magnesíum hefur hlutverki að gegna í fjölda lífefna- og lífeðlisfræðilegum ferlum í líkamanum. Það tekur t.d. þátt í myndun beina, byggingu próteina, virkjun ensíma, stýringu blóðþrýstings, myndun DNA, RNA, orkumyndun og fleira.
"Diabetic Complications Cost Billions." Þessa sláandi fyrirsögn gat nýlega að líta í bandarísku riti um heilbrigðismál.
Ætli við þekkjum það ekki flest að borða matinn okkar og muna svo varla hvernig hann var á bragðið.
Allmargir hlauparar, og reyndar einnig margir sem stunda aðrar íþróttir, glíma við hvimleiða vöðvakrampa eða sinadrætti. Þessir krampar geta verið tilkomnir vegna margra þátta svo sem eins og vegna mikils líkamlegs álags eða skorts á vissum næringarefnum úr fæðunni.
Í gegnum tíðina hef ég aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af hunangi. Á mínu heimili var einstaka sinnum keypt hunang í stórverslun, svona til að eiga út í teið hjá eiginmanninum en að öðru leyti var það aldrei á listanum yfir ómissandi birgðir heimilisins.