Fara í efni

Fréttir

Krisztina G. Agueda

Krisztina G. Agueda ný í Heilsutorgs teyminu

Krizstina mun skrifa um sitt sérsvið sem er hreyfing barna og ungbarna, þjálfun mæðra á meðgöngu og eftir barnsburð.
Aníta hlaupadrottning

Til hamingju Aníta!

Frjálsíþróttamót Reykjavík International Games fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í gær í mögnuðu andrúmslofti.
Öll hreyfing er góð

Þjálfaðu líkamann með markvissri og fjölbreytilegri þjálfun

Áhættuþættir hjartasjúkdóma eru nokkrir en einn sá helsti er viðvarandi hreyfingarleysi og skortur á skipulagðri hreyfingu í daglegu lífi. Ofþyngd og offitu og þeirra fylgikvilla til að mynda sykursýki og háþrýsting má oftar en ekki tengja við hreyfingaleysi og miklar kyrrsetur þó svo að það sé ekki algilt.
Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður á Bylgjunni

Hugvekja fyrir bjartan dag. Þú átt aðeins eina heilsu, farðu vel með hana.

Var í stuttu viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni útvarpsmanni á Bylgjunni fyrir stuttu og lét meðal annars þau orð falla að við fengjum aðeins eina heilsu í vöggugjöf og við yrðum að fara vel með hana.
World Class opnar í Egilshöll

World Class opnar nýja stöð í Egilshöll 4. janúar kl. 8:00

Laugardaginn 4. janúar kl. 8:00 opnar World Class nýja og glæsilega 2.400m2 heilsuræktarstöð í Egilshöll. Margvíslegar nýjungar verða kynntar í Egilshöll og má þar meðal nefna Energy+ frá PaviGym.
Efalex fæst hjá heilsa.is

Sérhæft bætiefni fyrir móður og barn

Efalex mother & baby er Omega blanda til að taka fyrir, eftir og á meðgöngu. Þetta bætiefni gefur tilvonandi mæðrum nauðsynlegar Omega 3 fitusýrur, en þær eru ekki alltaf í nægjanlegu magni í fæðunni á meðgöngu, en eru mjög mikilvægar fyrir þroska augna, heila og taugakerfis barna, og einnig til að hjálpa konum að komast fyrr í gott andlegt form eftir fæðingu.
Skyndibitinn getur líka verið hollur

Skyndibiti fyrir þá sem eru með ofnæmi

Mikill fjöldi skyndibitastaða keppist um hylli viðskiptavina. Margir þeirra stíla inn á hollustu og heilnæmi matarins sem í boði er, sem er gott út af fyrir sig.
Frá málstofu Reykjavíkurleikanna 2013

Reykjavíkurleikarnir með málstofu um markaðsmál fyrir íþróttafólk

Málstofa þann 4. janúar um markaðsmál fyrir íþróttafólk : Seldu sjálfan þig!
Björn Rúnar Lúðvíksson

Greining fæðuofnæmis og fæðuóþols

Sjúkdómseinkenni fæðuofnæmis eða fæðuóþols eru mismunandi og ekki eingöngu bundin við meltingarveg.
Heilsutorg.is er ört stækkandi vefur

Met aðsók var á vef Heilsutorg.is í gær, yfir 32 þúsund manns hafa lesið Facebook færslur vefsins

Þann 5. júní síðastliðinn var heilsuvefsíðan Heilsutorg.is opnuð, en Heilsutorg og Astma og ofnæmisfélag Íslands eru í samvinnu um að flytja vandað og vísindalega stutt efni um heilsu og lífstíl. SÍBS er einn af samstarfsaðilum vefsíðunnar svo og Embætti Landlæknis.
Grænn Kostur, elsta grænmetisveitingahús á landinu

Grænn Kostur með uppskrift af hátíðarmat fyrir vegan og grænmetisætur

Heilsutorg hafði samband við Grænan Kost nú á dögunum því okkur langar að færa þeim sem eru grænmetisætur og vegan góða uppskrift af hátíðarmat.
Heilsudrykkir Hildar

Heilsudrykkir Hildar

Á dögunum kom út bókin Heilsudrykkir Hildar. Bókin sem eins og nafnið gefur til kynna inniheldur 50 uppskriftir af einföldum og bragðgóðum heilsudrykkjum við allra hæfi.
Matur er mun hollari en pillur og duft

Borðum MAT ekki pillur og duft

Stöðugt dynja á okkur nýjar upplýsingar um hvað við eigum að borða og forðast að borða. Þeir sem borða Paleo eru á móti grænmetisætum sem eru á móti LKL sem eru á móti hráfæði og svo mætti endalaust telja. Svo rífst fólk á kaffistofum og í fjölmiðlum landsins og hver færir rök fyrir að sinn fugl sé fegurri.
Matreiðslumenn að störfum

Leiðbeiningar til veitingahúsa vegna jólahlaðborða

Nú er kominn tími jólahlaðborða. Auk þess að hafa góðan mat í boði fyrir neytendur þurfa rekstraraðilar veitingahúsa að tryggja öryggi matvælanna. Hér eru nokkur atriði sem starfsmenn veitingahúsa þurfa að hafa í huga við framkvæmd jólahlaðborða.
Fallegir brjóstahaldarar

Brjóstahaldari um brjóstahaldara frá brjóstahaldara til ....

Rannsókn sem stóð yfir í 15 ár sýnir að brjóst síga við notkun brjóstahaldara.
Þetta ofnæmispróf er talið gagnslaust

Food Detective greiningarpróf er gagnslaust.

Vandaðar vísindarannsóknir hafa ítrekað sýnt að IgG4 mótefnamælingar eru gagnslausar með öllu til að finna ofnæmis- eða óþolsvalda úr fæðu.
Episilk húðdropar

Episilk eru náttúrulegir húðdropar sem virka

Ung húð er mjúk og teygjanleg og inniheldur mikið af Hyaluronic sýru sem hjálpar húðinni að vera ung og heilbrigð. Hyaluronic sýran gefur okkur áframhaldandi raka í húðina með því að binda 1000 falda vigt sína í vatni.
Hunang fyrir húðina

HUNANG FYRIR HÚÐINA

Vissulega bragðast hunang vel og það er rosalega gott út í te þegar hálsinn er aumur. En hefurðu velt því fyrir þér hvað hungang getur gert fyrir húðina? Hvort sem það er hárið eða húðin sem hefur verið til vandræða, þá gæti hunang verið svarið fyrir þig.
Skyndibitinn er sannarlega ekki alslæmur

Skyndibitamenningin kynnir nýjungar

Í júlí síðastliðnum birtist grein á Heilsutorgi sem bar nafnið „Skyndibitinn er kominn til að vera – gott eða slæmt“ http://www.heilsutorg.com/is/moya/search/index/search?q=Skyndibitinn+ Síðan þá hafa um 6200 lesið eða gluggað í greinina á Heilsutorgi og yfir 4780 á Facebook, þetta eru ótrúlegar tölur en sannar.
Meistaramánuðurinn, allir með.

Hálfnað verk þá hafið er

Meistaramánuðurinn er langt kominn og mál að taka „stöðutékk“
Laufey Steingrímsdóttir

Laufey Steingrímsdóttir, hlaut í gær Fjöregg MNÍ.

Hún er í hugum margra Íslendinga „næringarfræðingur Íslands“
Sigríður Hulda, Berglind Ósk og Helga

Íslensk sæbjúgnasúpa slær í gegn

Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Helga Franklínsdóttir nemendur við Háskóla Íslands og og Sigríður Hulda Sigurðardóttir nemandi við Listaháskóla Íslands hlutu sérstök verðlaun dómnefndar í Ecotrophelia, sem er keppni í vistvænni nýsköpun matvæla.
Anita Hrinriksdóttir vonarstjarna 2013

Aníta Hinriksdóttir kjörin vonarstjarna ársins 2013

Verðlaunin voru veitt í kvöld á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Evrópu, EAA, í Tallinn í Eistlandi.