Fara í efni

Fréttir

Sá sem þjáist af fæðubótaráráttu þarf faglega aðst

Fæðubótarárátta

Átraskanir eins og anorexia og bulimia eru alvarlegar geðraskanir sem geta verið lífshættulegar. Sumir taka anorexiu og bulimiu tímabil til skiptis. Sá sem þjáist af slíkri bulimarexiu tekur löng eða stutt sveltitímabil, en borðar þess á milli mikið magn sem hann kastar upp eða losar sig við með öðrum hætti. Þeir sem þjást af átröskunum upplifa sterkan ótta við að fitna og löngun til að grennast.
Niðurstaðan með lágkolvetna kúrinn!?

Niðurstaðan með lágkolvetna kúrinn!?

Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikið matar-æði hefur geisað hér á landi um tíma. Flestir kalla það „lágkolvetna mataræðið“ og gengur það út á að sneiða framhjá kolvetnum eins mikið og mögulegt er og setja bara ákveðin kolvetni ofan í sig, kolvetni sem íslenskur höfundur bókar um þennan kúr, Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari, telur að séu ásættanleg hvað blóðsykursáhrif varðar.
Barbara H. Roberts rithöfundur

Hjartaheilsa kvenna okkar hjartans mál

Barbara H. Roberts frægur bandarískur hjartalæknir, sem helgað hefur sig forvörnum, greiningu og meðferð á hjartasjúkdómum kvenna, talaði í kvöld fyri
Þríþrautinni ekki til framdráttar!

Þríþrautinni ekki til framdráttar!

Ég tók í fyrsta skipti þátt í Bláa Lóns hjólakeppninni sem fram fór um þarsíðustu helgi. 530 manns voru skráðir til leiks sem er frábært og flestir náðu í mark fyrir myrkur þrátt fyrir óhemju drullu á leiðinni og leiðinda veður.
Sendu okkur á Heilsutorg.com póst

Er Heilsuefling í gangi hjá fyrirtækinu þínu

Heilsutorg vill komast í samband við fyrirtæki á Íslandi sem stuðla að hreyfingu starfsmanna sinna og heilsueflingu almennt.
Vel gert - CopyRight_iStock_Swoosh-R

Vel gert Ölgerðin

Lengi hef ég kvartað og kveinað yfir stærðum íláta og umbúða undir matvæli. Alltaf er reiknað með að meira sé betra þegar kemur að því að kaupa mat og þetta hafa fyrirtæki statt og stöðugt „gírað“ inn á hjá neytendum.
Mikka maraþon

Mikka maraþon

Mikka maraþon fer nú fram í annað sinn en þetta 4,2 km hlaup er frábært innlegg inn í 17. júní hátíðarhöld fjölskyldunnar því hvað á betur við hæfi en sameiginleg hreyfing áður en hátíðarhöld dagsins hefjast.
Katrín Júlíusdóttir á hlaupum! og gerir það vel

Katrín Júlíusdóttir á hlaupum! og gerir það vel

Fullt nafn: Katrín JúlíusdóttirAldur: 38 áraStarf: AlþingismaðurMaki: Bjarni BjarnasonBörn: Eigum samanlagt fjóra stráka á aldrinum 15 mánaða – 14 ára
Bellagio skýrslan um heilsu og næringu

Bellagio skýrslan um heilsu og næringu

Íslenskir næringarfræðingar hafa lengið vitað að sykur boðar ekkert gott!
Friða Rún Þórðardóttir að opna vefinn

Heilsuvefsíðan Heilsutorg.com var opnuð með viðeigandi hætti í World Class

Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur hélt stutta ræðu þar sem hún rakti söguna á bak við Heilsutorg.com, fyrir hvað vefsíðan stendur og hverjir hafa komið að gerð hennar síðan í febrúar þegar eiginleg vinna hófst.
Heilsueflandi samfélög – Mosfellsbær og Reykjavík

Heilsueflandi samfélög – Mosfellsbær og Reykjavík

Haustið 2012 var ýtt úr vör sannkölluðu brautryðjendastarfi þegar Mosfellsbær, Embætti landlæknis og Heilsuvin í Mosfellsbæ tóku höndum saman um þróun og mótun fyrsta heilsueflandi samfélagsins á Íslandi. Í liðinni viku bættist svo við samningur við Reykjavíkurborg um lýðheilsustefnu sem felur í sér stefnumótun um heilsueflandi hverfi borgarinnar. Það hefur verið á stefnuskrá Embættis landlæknis að setja af stað verkefni um heilsueflandi samfélög en Heilsuvin, sem er samstarfsvettvangur (klasi) fyrirtækja, einstaklinga og stofnana um heilsutengda starfsemi, átti frumkvæðið að þessari vegferð í Mosfellsbæ og var verkefnið afmælisgjöf bæjaryfirvalda til íbúa sinna á 25 ára afmæli sveitarfélagsins á liðnu ári.
Konur, fjölmennið í 24. Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ á 100 stöðum í heiminum þann 8. júní!

Konur, fjölmennið í 24. Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ á 100 stöðum í heiminum þann 8. júní!

Kvennahlaupið er einn stærsti íþróttaviðburðurinn á Íslandi á ári hverju og í ár taka konur þátt í viðburðinum á 100 stöðum í heiminum, 80 stöðum á Íslandi og 20 stöðum erlendis. Hlaupið er samvinnuverkefni ÍSÍ og Sjóvá og undanfarin ár hefur viðburðurinn höfðað til um 15.000 kvenna í hvert sinn sem hann er haldinn. Markmiðið með Kvennahlaupinu er að hvetja konur til að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni og því er slagorðið í ár „Hreyfum okkur saman“ en það tengist samstarfi Sjóvá Kvennahlaupsins við styrktarfélagið Göngum saman sem styður við bakið á rannsóknum á brjóstakrabbameini á Íslandi.
Steiktur lax með epla,valhnetu og gráðostahjúp ásamt rauðrófu-bankabyggi

Steiktur lax með epla,valhnetu og gráðostahjúp ásamt rauðrófu-bankabyggi

Þetta samspil af eplum, valhnetum og gráðosti, það bara klikkar ekki og þessi útgáfa með laxi, steinliggur!!
totaliceland.com

Mögnuð íþróttastemming á Akranesi!

Veturinn hefur verið aldeilis frábær. Nóg að gera, margt jákvætt og gott ef Íslendingar eru ekki farnir að átta sig á því að heilsa hvers og eins er undir honum sjálfum komin (a.m.k. að mestu leyti).
Risastór heilsumarkaðsherferð sem byggir á sælgæti?

Risastór heilsumarkaðsherferð sem byggir á sælgæti?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að ný „heilsuvara“ er komin á markað. Varan heitir Aktív próteinbitar og er markaðssetning vörunnar með vísan í að hún henti fólki sem hreyfir sig mikið (er semsagt aktíft).
Viðbrögð í kjölfar síðasta pistils

Viðbrögð í kjölfar síðasta pistils

Í síðasta pistli fjallaði ég um Cocoa Puffs og fleiri vörur sem mér þóttu merktar á þann hátt að auðveldlega mætti ruglast á þeim og vörum sem teljast hollar og ættu að vera reglulegur hluti af góðu mataræði.
Þjálfari að störfum

Er íþróttafræðimenntun nú til dags bara grín og réttindin fengin úr Cheeriospakka?

Sem „gömlum" íþróttakennara hefur mér þótt verulega sárt að sjá hvernig starfsstétt íþróttafræðinga og íþróttakennara hefur dottið út úr samfélagslegri umræðu síðastliðin 20 ár. Þegar ég útskrifaðist frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1992 þótti íþróttakennari nokkuð merkilegur titill. Í dag má þakka fyrir að íþróttakennarar og íþróttafræðingar fá vinnu á heilsuræktarstöðvum landsins, ja a.m.k. sumum þeirra.
Sykur

Sykur, sykurstuðull og sykurálag

Það eru margar ástæður fyrir því að íslenskar ráðleggingar hafa lagt upp með að borða sem minnst af sykri og að viðbættur sykur ætti ekki að vera meira en 10% af heildarhitaeininganeyslu hvers dags. Ein þessara ástæðna er bólgumyndandi áhrif sykraðra matvæla t.d. á hjarta- og æðakerfi og tengsl ofneyslu á sykri við áföll í hjarta- og æðakerfinu.
Eftirfarandi beiðni var send á allar matvöruverslanir á Íslandi

Eftirfarandi beiðni var send á allar matvöruverslanir á Íslandi

Eins og þú væntanlega veist þá herjar á hóp Íslendinga faraldur, svokallaður offitufaraldur. Sem betur fer glíma ekki allir við þá erfiðleika sem fylgja því erfiða ástandi sem offita er a.m.k. fyrir flesta. Offitunni fylgir oft mikil vanlíðan, bæði andleg og líkamleg.
Núðlu salat

Kalt núðlusalat með rækjum, avacado, baunaspírum og sesamdressingu

Mér finnast alltaf köld núðlusalöt best þegar þau fá aðeins að standa áður enn þeirra er neytt og bara helst löguð deginum áður, því þá verður bragðið einhvern veginn meira og skemmtilegra. En það er ekki allt hráefni sem þolir langan geymslutíma í tilbúnu salati og það er það grænmeti og annað sem á að vera stökkt og ferskt, þannig að best er að því sé bætt útí salatið alveg í blálokin eða rétt áður enn það er borið fram.