Fréttir
Aðventukökur - svo dásamlegar frá mæðgunum
Um helgina bökuðum við mæðgur fínustu aðventukökur: hafra- og heslihnetusmákökur með súkkulaðibitum. Þær minntu okkur svolítið á smákökur sem langamma/amma bakaði í den.
Lime avókadó hrákaka
Valdís Sigurgeirsdóttir heldur úti dásamlegri síðu sem hún nefnir Ljómandi.is Valdís ákvað í byrjun árs 2014 að minnka sykurinn til muna ásamt glútenmagni fyrir fjölskylduna sína. Hún galdrar fram yndislegar uppskriftir sem hún leyfir okkur að njóta með sér. En þessi kaka kemur úr smiðju Jónu vinkonu hennar.
Hvernig skal halda holl og góð jól! Námskeið og uppskrift
Gleðilega aðventu!
Væri ekki æðislegt að fríska upp á jólamánuðinn með einföldum og hollum hátíðarmat sem bragðast ómótstæðilega?
Líf mitt gjörbrey
RAW Kókós „Bliss“ kúlur
Þessar eru alger draumur og ekki mikið tilstand að búa þær til. Þær eru eru stútfullar að „góðri“ fitu og trefjaríkar. Krakkarnir eiga eftir að elska þessar Kókós Bliss kúlur og sniðugt að nota sem laugardags nammi!
Hollustu bláberjasmákökur - glútenlausar
Nú eru margir farnir að huga að bakstursmánuðinum mikla og jafnvel búin að taka forskot á sæluna og nú þegar byrjuð að baka. Ég baka reyndar allan ársins hring og átti alveg haug af bláberjum í frystinum þannig að úr urðu þessar gómsætu glútenlausu bláberjasmákökur.
Koffín: neysla og áhrif þess á líkamann
Koffín er náttúrulegt efni sem finnst í fræjum kaffiplöntunnar og í yfir 60 öðrum plöntutegundum, þ.á.m. í kakóbaunum, kólahnetum, telaufi og gúaranakjörnum
Trönuber og þeirra töfrar
Trönuber eru lítil sæt rauð ber sem eru ræktuð í vatnsfenjum á kaldari svæðum heimsins. Má þar nefna Kanada, norðurhluta Norður-Ameríku og Evrópu.
Hollir súkkulaði sælubitar
Þessir hollu og einföldu súkkulaði sælubitar eru dásamlega góðir og gott að eiga í frystinum til að grípa í þegar gesti ber að garði.
Byrjað á öfugum enda - Það er til einskis að skipta yfir í hrásykur ef kökuátið er vandamálið
Íslendingar eru ginnkeyptir fyrir töfralausnum. Við teljum okkur jafnvel trú um að það hafi eitthvað að segja að skipta út hvítum sykri fyrir hrásykur eða agave meðan það er ofskömmtun á viðbættum sykri sem er hið raunverulega vandamál. Það er nauðsynlegt að horfa á stóru myndina – til dæmis ofneyslu sykraðra drykkja, sælgætis og bakkelsis – áður en hafist er handa við að fínpússa mataræðið.
Borðaðu hnetur, lifðu lengur!
Svöng/svangur? Gríptu handfylli af hnetum. Ekki aðeins eru þær pakkaðar af próteini, heldur hefur það komið í ljós að þær eru það sem borða á ef þú vilt ná háum aldri.
Gefðu húðinni raka innan frá
Húðin er stærsta líffærið í líkamanum en hún er einnig það líffæri sem er síðast til að fá næringu.
Taktu þessi 4 skref og sigraðu sykurpúkann
Ég spurði þátttakendur “FiT á 14” áskorunar um daginn hverjar væru þeirra helstu hindranir þegar kæmi að heilbrigðum lífsstíl. Því ég vil vera viss um að koma inná þær þegar við byrjum í áskorun.
Ég fékk mörg áhugaverð svör til baka, og sá margt sameiginlega með vandamálunum. Það var mikið talað um sykurinn, súkkulaðið, langanir á kvöldin, nart í óhollustu seinni partinn og almennar matarlanganir.
Þetta segir mér í rauninni eitt, og það er að allar þessar matarlanganir eru afleiðing af ójafnvægi í mataræðinu. Líkaminn er að kalla á eitthvað sem vantar, það þarf því að finna út hvað það er og bæta úr, ekki hunsa eða reyna komast í gegnum daginn á hnefanum.
Rétta fæðan bætir frammistöðu karla í bólinu
Hvað við látum ofan í okkur skiptir miklu máli upp á það hvernig líkaminn vinnur. Sumar fæðutegundir hjálpa okkur og líkamanum á meðan aðar gera nákvæmlega ekkert og svo eru það þær sem gera lítið annað en að skemma út frá sér.
Að gefa góðgæti - Rauðrófu chutney með eplum og engifer frá Eldhúsperlum
Gaman er að gefa gjöf sem gleður og þetta Rauðrófu chutney er alveg dásamlega gott.
Jólakonfekt
Nú er ekki nema rétt rúmlega mánuður til jóla og margir farnir að huga að bakstri fyrir jólin. Solla á Gló deildi þessari gómsætu og hollu jólakonfektsuppskrift með okkur. Njótið vel.
Snickersmolar frá Heilsumömmunni
Þessa mola verður þú að prófa og ég meina það, allavegna ef þér finnst Snickers gott, OK, þeir eru auðvitað ekkert nákvæmlega eins og Snickers en þeir eru bara svo hrikalega góðir.
Ilmandi kanilsnúðar frá Mæðgunum
Hér áður fyrr var snúðakakan hennar ömmu Hildar fastur liður hjá fjölskyldunni á afmælisdögum.
Brakandi brjóstakökur fyrir mjólkandi mæður frá mamman.is
Flestar nýbakaðar mæður kannast við stressið sem getur fylgt brjóstagjöf og velta fyrir sér hvað sé til ráða ef mjólkurframleiðslan er ekki næg.
MOGUNVERÐUR: Bláberjadrykkur með súkkulaðiflögum, eplum og chia fræjum
Vá, það þarf ekki að tíunda hversu hollur þessi drykkur er, eða eins og margir gera, setja hann í skál og borða með skeið.