Þessi pizzasósa er bæði einföld, fljótleg og virkilega góð. Það er í rauninni algjör óþarfi að kaupa tilbúnar sósur þegar fyrirhöfnin við að gera sína eigin er svo lítil sem raun ber vitni. Afganginn af sósunni má alltaf geyma í ískápnum í nokkra daga.
Dásamlegur réttur með hrísgrjónum, sem borða má sem morgunmat eða hádegisverð eða nota sem meðlæti með kjöti eða fisk.
Það verður bara að viðurkennast, súkkulaði býr yfir einhverskonar töfrum, hvaðan svo sem þeir koma...
Jæja elskurnar, hér er dýrðleg uppskrift að hvítsúkkulaðimús. Hvítt súkkulaði er náttúrlega EKKI súkkulaði en hvað með það! Þessi hvíta súkkulaðimús er unaðslega góð og geggjuð með kældu hvítvíni eða kampavínsglasi!
Klikkar aldrei þessi samsetning.
Ég hvet ykkur til að skoða upprunalegu uppskriftina í hlekknum hér fyrir neðan, þá sjáið þið hvernig á að flétta deigið saman.
Haustsúpan verður til í allskonar útgáfum.
Takið kjúklinginn út úr ofninum og berið fram ásamt kúskús-sælunni og því sem ykkur þykir best.
Ertu að klikka á grænu?
Eitt af því sem ég byrjaði að elska meira og meira þegar ég hóf lífsstílsbreytingu var allt þetta græna – því ég fann hvað það smurði líkama minn af ást (ef ég má taka svo til orða)!
Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhaga salat er ein helsta fæðan sem hjálpar til við að hreinsa líkamann, styrkja þarmaflóruna, byggja upp ónæmiskerfið, veita orku og draga fram þennan náttúrulega ljóma!
Við byrjuðum daginn í dag á þessum fylltu brauðskálum. Þær eru einfaldar og nokkuð fljótgerðar og því alveg tilvaldar á morgunverðarborðið. Ég átti heimilisbrauð og notaði það en eftir á að hyggja held ég að franskbrauð hafi verið enn betra og ætla að prófa það næst.
Aldrei þessu vant gáfum við okkur ekki tíma fyrir í berjamó í ár, en okkur klæjar engu að síður í fingurna að útbúa eitthvað gott úr berjum
Fólk sem smakkaði féll í stafi og ég bíð eftir tækifæri til að baka þessar dásemdardúllur aftur.
Camuduftið (unnið úr Camuberjum) inniheldur eitt mesta magn C vítamíns sem þekkist í heiminum, Camu inniheldur t.a.m 30 til 60 sinnum meira af C-vítamíni en appelsínur. Camu inniheldur einnig andoxunarefni og önnur lífræn næringarefni. Camuduftið er fullkomin leið til að styrkja líkamann gegn bólgum og sjúkdómum.
Þessi fiskur er svona fyrir “fiskihatara“ og auðvitað hina líka.
Þessi er svo auðveld og góð.
Fetaostur og dill eru dásamleg með eggjum.
Það er svo yndislegt að finna góðar og hollar nammiuppskriftir og að sjálfsögðu dreifum við fagnaðarerindinu.
Fylling þessi hentar vel bæði fyrir silung og lax, hvort sem fiskurinn er bakaður í ofni eða grillaður
Frábær breyting frá hefðbundnum pönnsum með því að nota ricotta ost og sítrónur.
Stjarna bananans skín skært í þessum kraftmikla drykk.
Dásamlegur próteinpakkaður morgunverður hér á ferð. Gott að blanda rúsínum saman við hann eða perum, hnetum og þurrkuðum berjum.
Hafrar og heilhveiti gefa þessum pönnsum þrusu mikið að trefjum.
Penne með beikon, graskeri rósmaríni, á ítölsku "Penne con zucca, pancetta e rosmarino", er virkilega einfaldur og bragðmikill réttur sem á vissan hátt er svolítið margslunginn.